Gísli Þorsteinsson (kennari)
Gísli Þorsteinsson kennari fæddist 24. september 1943 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason bifreiðastjóri, f. 27. nóvember 1908, d. 12. febrúar 1968 og kona hans Hrefna Gunnarsdóttir húsfreyja, leigubílstjóri, f. 6. janúar 1917, d. 8. apríl 2004.
Gísli lauk landsprófi í Austurbæjarskólanum í Rvk 1959, varð stúdent í M.R. 1964 og cand. oecon í viðskiptafræði í H.Í. 1970, stundaði starfsnám hjá Karstadt a/g. í Münster í Þýskalandi 1967 (3 mán.).
Hann var stundakennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1970-1971, 1973 og 1976-1979, kennari í Framhaldsskólanum í Eyjum frá 1980.
Gísli var bæjarritari í Eyjum 1970-1974, starfaði hjá Viðskiptaþjónustunni hf. í Eyjum 1974-1975, hjá Útvegsbankanum í Eyjum 1975-1980.
Þau Lovísa giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 60 1972, á Akranesi 1986.
I. Kona Gísla, (31. janúar 1970), er Lovísa Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1949. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson vélstjóri á Akranesi, f. 6. janúar 1917, d. 6. ágúst 2010, og kona hans Anna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1913, d. 24. nóvember 1978.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Gíslason, f. 28. ágúst 1969.
2. Kjartan Gíslason, f. 14. maí 1977.
3. Katrín Gísladóttir, f. 21. maí 1979.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.