Gíslína Margrét Sörensen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gíslína Margrét Sörensen.

Gíslína Margrét Sörensen húsfreyja á Eylandi í V. Landeyjum fæddist 15. febrúar 1917 í Birtingarholti og lést 15. desember 2007 á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Sören Söensen verkamaður, smiður, f. 24. september 1891, d. 18. maí 1947, og Guðný Gísladóttir, síðar húsfreyja í Fróðholtshjáleigu í V.-Landeyjum, f. 8. febrúar 1895, d. 11. janúar 1979. Fósturfaðir Gíslínu og maður móður hennar var Árni Helgason bóndi í Fróðholtshjáleigu, f. 9. ágúst 1896, drukknaði 11. september 1941 við veiðar í Þverá.

Gíslína var með móður sinni.
Hún var í vistum á unglingsaldri að vetrinum, en með móður sinni og Árna Helgasyni manni hennar í Fróðholtshjáleigu á sumrin.
Þau Ólafur Óskar giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Eylandi í V.-Landeyjum frá 1938 til 1998, en þá fluttu þau til Reykjavíkur.
Ólafur Óskar lést 2003.
Gíslína dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Eir 2005. Hún lést 2007.

I. Maður Gíslinu Margrétar var Ólafur Óskar Jónsson bóndi og mjólkurbílstjóri frá Sleif í V.-Landeyjum, f. þar 29. maí 1909, d. 15. ágúst 2003 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Gíslason bóndi, oddviti á Sleif, f. 5. október 1871, d. 27. apríl 1956, og kona hans Þórunn Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 27. júlí 1876, d. 2. júlí 1964.
Börn þeirra:
1. Þórunn Jóna Ólafsdóttir, f. 1. júní 1939, fráskilin.
2. Sigríður Ragna Ólafsdóttir, f. 5. september 1940, d. 29. maí 2021. Maður hennar Einar Benediktsson.
3. Árni Ólafsson, f. 18. júlí 1947. Kona hans Ester Markúsdóttir.
4. Jón Ólafsson, f. 24. júlí 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.