Friðrik Friðriksson (Oddhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Friðrik Jón Friðriksson

Friðrik Jón Friðriksson frá Sauðárkróki, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 30. nóvember 1936 á Sauðárkróki og lést 8. október 2000.
Foreldrar hans voru Þorkell Málfreð Friðrik Friðriksson skósmiður á Sauðárkróki, f. 4. ágúst 1916, d. 13. júlí 1990, og fyrri kona hans Rósa Pétursdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1918, d. 10. október 1998.

Friðrik Jón ólst upp með foreldrum sínum, en þau skildu.
Hann fluttist til Eyja og þau Magnúsína giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu um skeið á Svalbarði, en síðan í Oddhól til Goss 1973.
Þau fluttust á Hvammstanga og bjuggu þar.
Friðrik fékk skipstjórnarréttindi 1963, keypti Rósu VE 294 1975 af erfingjum Haraldar Magnússonar og gerði hann út undir skráningarnúmeri HU 294 til 1977, er hann seldi hann til Bolungarvíkur. Friðrik eignaðist bátinn Ingimund gamla og gerði hann út.
Friðrik fórst í Húnaflóa 8. október 2000.
Magnúsína býr á Hvammstanga.

I. Kona Friðriks Jóns, (24. desember 1959), er Magnúsína Sigríður Sæmundsdóttir húsfreyja á Hvammstanga, f. 5. ágúst 1934 á Miðhúsum.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Friðriksdóttir að Lækjarmel 10 í Hvalfjarðarsveit, húsfreyja, tannfræðingur, leikskólastjóri í Hvalfjarðarsveit, f. 1. júlí 1959. Maður hennar er Skúli Þórðarson.
2. Rósa Fanney Friðriksdóttir húsfreyja, skrifstofumaður á Hvammstanga, f. 13. janúar 1962. Maður hennar er Guðmann Jóhannesson.
3. Erna Friðriksdóttir húsfreyja, starfsmaður Hótel Hvammstanga, f. 29. febrúar 1964. Maður hennar er Bjarki Haraldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.