Erna Friðriksdóttir (Oddhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erna Friðriksdóttir húsfreyja, starfsmaður á Hótel Hvammstanga fæddist 29. febrúar 1964.
Foreldrar hennar Magnúsína Sigríður Sæmundsdóttir húsfreyja, verslunarkona, talsímakona, síðar á Hvammstanga, f. 5. ágúst 1934, d. 4. júní 2019, og maður hennar Friðrik Jón Friðriksson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. nóvember 1936, d. 8. október 2000.

Börn Magnúsínu og Friðriks:
1. Sigurbjörg Friðriksdóttir, að Lækjarmel 10 í Hvalfjarðarsveit, húsfreyja, tannfræðingur, leikskólastjóri, leikskólasérkennari í Hvalfjarðarsveit, f. 1. júlí 1959. Maður hennar er Skúli Þórðarson.
2. Rósa Fanney Friðriksdóttir húsfreyja, skrifstofumaður á Hvammstanga, f. 13. janúar 1962. Maður hennar er Guðmann S. Jóhannesson.
3. Erna Friðriksdóttir húsfreyja, starfsmaður Hótel Hvammstanga, f. 29. febrúar 1964. Maður hennar er Bjarki Haraldsson.
Uppeldissonur og barnabarn
4. Haraldur Friðrik Arason, f. 11. janúar 1975.

Erna eignaðist barn með Vali 1983.
Þau Guðjón hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Guðjón lést 1989.
Þau Bjarki giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa á Hvammstanga.

I. Barnsfaðir Ernu er Valur Gunnarsson smiður, f. 5. mars 1958.
Barn þeirra:
1. Birgitta Maggý Valsdóttir, f. 20. október 1983.

II. Sambúðarmaður Ernu var Guðjón Pálsson frá Skagaströnd, sjómaður, f. 10. febrúar 1964, d. 14. desember 1989. Foreldrar hans Jóna Sigurveig Guðjónsdóttir, f. 5. júlí 1945, d. 5. ágúst 2021, og Páll Ólafur Helgi Þorfinnsson, f. 15. júní 1931, d. 1. september 1993.
Barn þeirra:
2. Freydís Jóna Guðjónsdóttir, f. 14. desember 1989.

III. Maður Ernu er Bjarki Haraldsson flutningabílstjóri, f. 22. febrúar 1969. Foreldrar hans Haraldur Sigurvin Haraldsson, f. 5. maí 1933, d. 24. mars 1991, og Laufey Jónsdóttir, f. 21. desember 1944.
Barn þeirra:
3. Sigurvin Dúi Bjarkason, f. 13. febrúar 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.