Fríður Jónsdóttir (Kirkjudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Fríður Jónsdóttir.

Fríður Jónsdóttir frá Kirkjudal við Skólaveg 45, húsfreyja fæddist 25. júní 1939 í Eyjum og lést 23. febrúar 2020 á Spáni.
Foreldrar hennar vor Jón Hinriksson frá Búðum í Fáskrúðsfirði, sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 17. mars 1918, d. 26. ágúst 1983, og kona hans Jórunn Sigurlín Ólafsdóttir frá Garðakoti í Mýrdal, húsfreyja, f. 12. nóvember 1903, d. 29. maí 1995.

Barn Sigurlínar og Gests Gíslasonar:
1. Sólrún Gestsdóttir, f. 14. desember 1930 að Óðinsgötu 30 í Reykjavík, en skírð í Nýborg 1931.
Börn Sigurlínar og Jóns:
2. Fríður Jónsdóttir, f. 25. júní 1939 í Kirkjudal.
3. Hrefna Jónsdóttir, f. 23. mars 1941 í Kirkjudal. Fyrrum maður hennar var Sverrir Jónsson.
4. Baldur Jónsson, f. 12. ágúst 1944.

Fríður var með foreldrum sínum.
Hún var verkakona í Eyjum.
Þau Haraldur giftu sig 1958, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Auðunn giftu sig 1975, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu síðast á Kríulandi 8 í Garði, Gull.
Fríður lést í febrúar og Auðunn í mars 2020.

I. Maður Fríðar, (1958, skildu), var Haraldur Níels Magnússon frá Bolungarvík, sjómaður, vélvirki, f. 13. júlí 1937, d. 24. júlí 1976. Foreldrar hans voru Magnús Ágúst Haraldsson, f. 24. ágúst 1905, d. 15. ágúst 1997, og Sigríður Níelsína Níelsdóttir, f. 17. október 1900, d. 2. nóvember 1961.
Barn þeirra:
1. Sigurjón Haraldsson, f. 26. desember 1957 í Eyjum. Kona hans Guðný Anna Annasdóttir.

I. Maður Fríðar, (1975), var Auðunn Karlsson, f. 20. apríl 1943, d. 9. mars 2020. Foreldrar hans voru Karl Bjarnason, f. 13. desember 1913, d. 30. nóvember 1987 og Anna Guðjónsdóttir, f. 22. janúar 1914, d. 21. janúar 1997.
Barn þeirra:
2. Bjarni Auðunsson, f. 19. mars 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.