Fjölnir Guðsteinsson
Fjölnir Guðsteinsson flugvirki fæddist 20. maí 1992.
Foreldrar hans Guðsteinn Hlöðversson frá Litlu- Hildisey í A-Landeyjum, verkamaður, f. 4. janúar 1970, og sambúðarkona hans Svandís Þórhallsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, sérkennari á Hvolsvelli, f. 13. maí 1972.
Börn Svandísar og Guðsteins:
1. Fjölnir Guðsteinsson, flugvirki, f. 20. maí 1992. Sambúðarkona hans Áslaug María Scheving Bergdaggardóttir.
2. Birkir Guðsteinsson, þjálfari, f. 7. apríl 1996. Sambúðarkona hans Bergþóra Sól Gunnarsdóttir.
Þau Áslaug hófu sambúð, hafa ekki eignast börn. Þau búa í Svíþjóð.
I. Sambúðarkona Fjölnis er Áslaug María Scheving Bergdaggardóttir, f. 1. mars 1893. Foreldrar hennar Bergdögg Hrönn Ólafsdóttir, f. 29. janúar 1975, og Benedikt Júlíus Jónasson, f. 14. janúar 1976, d. 16. apríl 2020.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Áslaug.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.