Félagsheimili Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
Félagsheimili Vestmannaeyja, sem Eyjamenn kalla gjarnan Féló, stendur við Heiðarveg 19. Bygging þess hófst árið 1947 en nú er þar til húsa Leikfélag Vestmannaeyja, kvikmyndahús bæjarins og félagsmiðstöð unglinga. Félagsmiðstöð unglinga sem þar er með virka forvarnarstefnu en í henni segir að markmið stefnunnar séu meðal annars að stuðla að heilbrigðu félagsstarfi í félagsmiðstöð og að vinna að aukinni fræðslu um vímuefnavarnir.
Forstöðumaður Féló er Sigþóra Guðmundsdóttir.