Ester Jóhanna Antonsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ester Jóhanna Antonsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, sjúkraliði fæddist þar 22. desember 1949.
Foreldrar hennar voru Anton Sigurður Magnússon frá Akureyri, iðnverkamaður, f. 28. febrúar 1922, d. 24. maí 1967, og kona hans Jóhanna Elín Sigurjónsdóttir, húsfreyja, f. 12. ágúst 1921, d. 9. apríl 1973.

Ester var með foreldrum sínum.
Hún varð gagnfræðingur á Akureyri, lauk prófi sjúkraliða 1973 og var í sérnámi í öldrunarfræðum 2008-2009.
Ester var sjúkraliði á Landakoti 1973-1975, á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja í 18 ár. Hún var forstöðukona í Hraunbúðum í tvö ár.
Ester og Þorbjörn ráku blómabúðina ,,Stefánsblóm“ í Reykjavík frá 1995.
Þau Þorbjörn giftu sig 1977, eignuðust eitt barn og Þorbjörn gekk börnum Esterar af fyrra sambandi í föðurstað. Þau bjuggu á Dverghamri 26, síðar í Reykjavík.

I. Barnsfaðir Esterar er Gunnar Valberg Andrésson blaðaljósmyndari, f. 1. febrúar 1950 í Reykjavík. Foreldrar hans Andrés Sveinn Hallgrímsson Valberg forstjóri og skáld í Reykjavík, (skírður Jón Andrés Sveinn), og kona hans Vilborg Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1931 í Reykjavík, d. 10. september 2000.
Barn þeirra:
1. Alda Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur, f. 14. ágúst 1970 á Akureyri. Maður hennar Karl Pálsson Helgasonar.

II. Barnsfaðir Esterar var Gunnar Hjörtur Indriðason, f. 17. september 1955, d. 2. nóvember 1979. Foreldrar hans voru Indriði Jónsson frá Þingskála í Skagafirði, málari, f. 29. júlí 1919, d. 2. október 1981, og Guðrún Jóhanna Bryndís Jónsdóttir frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, húsfreyja, verkstjóri, f. 9. mars 1929.
Barn þeirra:
2. Telma Gunnarsdóttir sálfræðingur, f. 25. mars 1975 í Reykjavík. Maður hennar Sveinn Magnússon.

III. Maður Esterara Jóhönnu, (23. júlí 1977), er Þorbjörn Þórðarson Pálsson löggiltur fasteignasali, framkvæmdastjóri, f. 3. maí 1951.
Barn þeirra:
3. Páll Þorbjörnsson fiskeldisfræðingur, löggiltur fasteignasali, f. 22. júní 1979. Fyrrum sambúðarkona hans Sæunn Tegeder Þorsteinsdóttir. Kona hans Jenný Rut Guðjónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.