Elín Jónsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Jónsdóttir húsfreyja í Reynishólum í Mýrdal, síðar vinnukona í Eyjum, fæddist 9. júlí 1833 í Reynisholti í Mýrdal og lést 21. júní 1900 á Kirkjubæ. Foreldrar hennar voru Jón Vigfússon bóndi í Reynisholti, f. 8. desember 1795 í Álftagróf í Mýrdal, d. 3. októbr 1871 á Brekkun þar, og kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja , f. 1794 í Presthúsum í Mýrdal, d. 23. maí 1862 í Reynishólum.

Elín var með foreldrum sínum í Reynisholti til 1839, í Reynishólum þar 1839-1862.
Hún giftist Guðmundi 1862 og þau voru á Reynishólum á því ári, hún húsfreyja þar 1863-1865, til heimilis þar 1865-1868. Hún var húsfreyja á Brekkum þar 1868-1887, ekkja síðasta árið.
Elín fór til Eyja með Sigríði dóttur sinni og Gunnsteini manni hennar 1887. Helgi sonur hennar var með í för, 11 ára.
Hún var vinnukona í Jónshúsi 1890 og 1892 og í Hlíðarhúsi (áður Jónshús) 1893-1894, í Túni 1895.
Elín lést 1900, niðursetningur á Kirkjubæ.

Maður Elínar, (27. júlí 1862), var Guðmundur Ólafsson bóndi, f. 20. maí 1838, drukknaði í júní 1886.
Börn þeirra, sem voru í Eyjum:
1. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólshúsi, f. 3. september 1861, d. 5. júní 1949.
2. Helgi Guðmundsson málari, f. 26. janúar 1877, d. 5. maí 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.