Elín Böðvarsdóttir (Bólstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elín Böðvarsdóttir.

Elín Böðvarsdóttir frá Bólstað í Mýrdal, bústýra, saumakona, ræstitæknir fæddist þar20. júní 1909 og lést 16. nóvember 2002 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Böðvar Sigurðsson bóndi, f. 14. ágúst 1866 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 21. september 1922 í Bólstað, og kona hans Hugborg Runólfsdóttir frá Ketilsstöðum, húsfreyja, f. þar 16. apríl 1881, d. 17. febrúar 1982.

Börn Hugborgar og Böðvars,- í Eyjum:
1. Elín Böðvarsdóttir, f. 20. júní 1909, d. 16. nóvember 2002.
2. Sigurbjörg Sóley Böðvarsdóttir, f. 23. október 1913, d. 11. apríl 2007.

Elín var með foreldrum sínum í Bólstað til 1926, var vinnukona í Fagradal 1926-1927, var með foreldrum sínum í Bólstað 1927-1929, vinnukona í Suður-Vík 1929-1930, hjá foreldrum sínum í Bólstað 1930-1936.
Elín var bústýra hjá Guðmundi Kristjánssyni á Heimagötu 30 og á Hofi við Landagötu 25 í Eyjum 1938-1941. Hún var án Guðmundar þar síðari hluta árs 1941, en með barnið Sigurbjörn, en farin við sóknarmannatal síðari hluta árs 1942. Hún kom til Reykjavíkur 1942, var ráðskona hjá Pétri Guðmundssyni árum saman. Hún vann við saumaskap og ræstingar.
Elín bjó í húsi Öryrkjabandalagsins í Hátúni 10B 1986, dvaldi frá 1994 á hjúkrunarheimilinu Grund.
Þau Guðmundur hófu búskap í Eyjum, eignuðust eitt barn, en skildu 1941.
Þau Ralph William eignuðust barn 1944.
Elín lést 2002.

I. Sambúðarmaður Elínar var Guðmundur Kristjánsson frá Skoruvík á Langanesi, sjómaður, verkamaður, f. þar 25. október 1907, d. 5. september 1988.
Barn þeirra:
1. Sigurbjörn Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, skrifstofumaður, f. 8. maí 1936, d. 4. október 2017 á Akranesi. Kona hans Málfríður Ögmundsdóttir frá Litlalandi.

II. Barnsfaðir Elínar var Ralph William Anderson frá Bandaríkjunum, f. 22. maí 1918, d. 16. september 1991.
Barn þeirra:
2. Kolbrún Elín Anderson, f. 21. maí 1944, d. 29. mars 2019.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 11. janúar 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Þjóðskrá 1986.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.