Einar Guðmundsson (trésmiður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Einar Guðmundsson trésmiður, sjómaður, síðar útgerðarmaður á Seyðisfirði, að síðustu hjá Friðrikku dóttur sinni í Eyjum fæddist 22. ágúst 1855 og lést 25. febrúar 1935.
Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson frá Brúnavík, N.-Múl., bóndi í Firði í Seyðisfirði, f. 1824, d. fyrir manntal 1860 og kona hans Anna Kristín Ólafsdóttir frá Höfn í Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 1815.

Einar missti föður sinn ungur. Hann var 7 ára með búandi móður sinni, ekkju í Firði í Seyðisfirði 1860.
Hann var þurrabúðarmaður, sjómaður í Bakaríi á Seyðisfirði 1880, bóndi á Þórarinsstaðastekk þar 1890 og 1901, í Magasíninu þar 1910, trésmiður og útvegsbóndi í Efra-Hátúni þar, var með Friðrikku og fjölskyldu í Garðhúsi þar 1920.
Hann fluttist með Friðrikku til Eyja 1924 og bjó hjá þeim Runólfi í Hlíð, í Langa-Hvammi, í Breiðuvík við Kirkjuvegi 82, á Sæbóli við Strandveg 50 1934.
Einar lést 1935.

I. Kona Einars var Oddný Pétursdóttir húsfreyja, f. 24. janúar 1858, d. 18. október 1913. Foreldrar hennar voru Pétur Vilhelm Brandt, (talinn sonur Kjartans kaupmanns Ísfjörð á Eskifirði), og konu hans Þorbjargar Þorsteinsdóttur húsfreyju í Eskifjarðarseli, f. 16. febrúar 1823 í Vallanesi á Héraði, (talin dóttir Páls Melsteds sýslumanns á Ketilsstöðum), d. 23. júní 1887.
Börn Oddnýjar og Einars í Eyjum voru:
1. Kristín Hildur Einarsdóttir húsfreyja í Fagurhól, f. 9. júní 1884, d. 21. júní 1959.
2. Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja í Fagurhól, f. 22. febrúar 1890, d. 12. mars 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.