Einar Guðmundsson (Miðey)
Einar Guðmundsson, sjómaður, skipstjóri fæddist 29. mars 1941 í Rvk og drukknaði 7. mars 1969.
Foreldrar hans voru Guðmundur Össur Einarsson, f. 10. september 1913, d. 15. janúar 1946, og Þórunn Dagný Sigurðardóttir Íshólm Karlsen, f. 24. nóvember 1920, d. 15. mars 2017.
Þau Hjördís giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Miðey við Heimagötu 33, síðar á Akranesi.
Einar eignaðist barn með Guðnýju 1969.
I. Kona Einars er Hjördís Árnadóttir, húsfreyja, f. 11. janúar 1943 á Rauðuskriðu í Aðaldælahreppi, S.-Þing.
Börn þeirra:
1. Dagný Einarsdóttir, f. 31. mars 1966.
2. Einar Víðir Einarsson, f. 6. desember 1968.
II. Barnsmóðir Einars er Guðný Aðalgeirsdóttir, f. 30. október 1949.
Barn þeirra:
1. Aðalheiður Anna Einarsdóttir, f. 7. júní 1969.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.