Einar Grétar Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Grétar Björnsson frá Sólheimum, sjómaður, matsveinn fæddist þar 7. ágúst 1928 og lést 10. febrúar 2011.
Foreldrar hans voru Björn Kristinn Einarsson sjómaður, f. 24. september 1894, d. 30. október 1968, og kona hans Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1897, d. 23. janúar 1934.

Börn Sigurbjargar og Björns Kristins:
1. Ásta Björnsdóttir, f. 12. júlí 1927, d. 13. desember 1956.
2. Einar Grétar Björnsson, f. 17. ágúst 1928, d. 10. febrúar 2011.
3. Rósa Dagmar Björnsdóttir, f. 2. desember 1929 á Siglufirði, d. 4. janúar 2023.
4. Björn Kristinsson (skráði sig þannig), f. 18. febrúar 1931, d. 18. júní 2010.

Einar var með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Siglufjarðar 1928.
Hann varð sjómaður, matsveinn, bæði í Reykjavík og í Sandgerði.
Þau Angela Guðbjörg giftu sig, eignuðust ekki börn

I. Kona Einars Grétars var Angela Guðbjörg Guðjónsdóttir, f. 31. mars 1937, d. 30. nóvember 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.