Einar Ólafsson (Stóra-Gerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Einar Ólafsson frá Stóra-Gerði, bóndi á Tjörnum u. Eyjafjöllum, síðar í Fuglavík á Miðnesi, fæddist 5. október 1810 á Kirkjulæk í Fljótshlíð og lést 20. desember 1839 í Fuglavík á Reykjanesi.
Foreldrar hans voru Ólafur Stefánsson bóndi í Stóra-Gerði, f. 11. apríl 1786 á Kirkjubæ, d. 13. mars 1838 á Suðurnesjum, og Guðný Auðunsdóttir húsfreyja, f. 1770, d. 2. júlí 1839 í Fuglavík.

Einar var ekki með með foreldrum sínum í Gerði 1812, en var kominn til þeirra 1816.
Hann fluttist með foreldrum sínum að Tjörnum 1818, fór vinnumaður að Kirkjulandi í A-Landeyjum 1832. Hann bjó á Tjörnum 1835 með Drisjönu, barni sínu Þórunni 6 ára, Ólafi og Guðnýju foreldrum sínum og Vilborgu Erlendsdóttur föðurmóður sinni.
Þau Einar, Drisjana, Ólafur og Guðný fluttust, ásamt Þórunni barni Einars, að Fuglavík á Rosmhvalsnesi 1837.
Ólafur faðir hans varð úti 13. mars 1838. Þau Drisjana dóu bæði í bólunni 1839 með tveggja daga bili.

I. Barnsmóðir Einars var Hólmfríður Bjarnadóttir vinnukona, f. um 1803.
Barn þeirra var
1. Þórunn Einarsdóttir, f. 11. júní 1829, d. 3. desember 1898.

II. Kona Einars, (20. júlí 1833), var Drisjana Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 1799, d. 18. desember 1839. Hún var dóttir Þórarins Jónssonar bónda í Krókatúni u. Eyjafjöllum 1801 og 1816, f. 1760, d. 2. september 1819, og konu hans Aldísar Hjörleifsdóttur húsfreyju, f. 18. mars 1766, d. 19. júní 1840.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.