Efemía Jóhannesdóttir
Efemía Jóhannesdóttir ráðskona fæddist 18. október 1898 og lést 18. september 1967.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Bjarnason smiður, bóndi í Neðri-Lág í Eyrarsveit, Snæf., f. 25. mars 1967, d. 21. október 1934, og kona hans Marta Málfríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 31. október 1871, d. 2. október 1949.
Efemía var með foreldrum sínum, í Neðri-Lág, í Hjallabúðarkofa í Eyrarsveit 1920.
Hún eignaðist barn með Haraldi 1925.
Þau Kristján hófu búskap, hún ráðskona. Þau áttu ekki börn saman, en Kristján fóstraði Unu barn hennar í Kirkjudal við Skólaveg 45 og í Króki við Hafnargötu 3.
Kristján lést 1938.
Efemía bjó í Eyvindarholti við Brekastíg 7b með Unu 1940, með henni í Nýjahúsi við Heimagötu 3b 1945 og á Hásteinsvegi 50 1949. Hún dvaldi síðast í Elliheimilinu Skálholti.
Hún lést 1949.
I. Barnsfaðir Efemíu var Haraldur Guðmundsson netagerðarmaður í Reykjavík, f. 7. október 1884, d. 26. janúar 1958.
Barn þeirra:
1. Una Haraldsdóttir verkakona, húsfreyja, f. 12. janúar 1925, d. 6. nóvember 1966. Maður hennar Guðfinnur Jónsson frá Urriðavatni í Fellum, búfræðingur, verkamaður, f. þar 9. desember 1912, d. 25. desember 1998.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.