Edda Tegeder (Háeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Edda Tegeder.

Edda Tegeder frá Háeyri, húsfreyja fæddist 7. apríl 1939 í Þýskalandi.
Foreldrar hennar voru Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder (Hinrik Hinriksson), af þýskum ættum, f. 17. október 1911 í Bremerhaven, d. 21. desember 1976 í Eyjum, og kona hans Sigurást (Ásta) Þóranna Tegeder, f. 12. nóv. 1915, d. 18. maí 1991.

Börn Ástu og Heinrich:
1. Edda Tegeder húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi, býr nú á Eyjahrauni 7. Maður hennar var Haraldur Traustason.
2. Herdís Tegeder húsfreyja, f. 26. september 1940 á Háeyri, Vesturvegi 11, d. 8. júní 2019. Maður hennar var Sveinn Adolf Sigurjónsson, látinn. Sambýlismaður hennar er Hermann Kristján Jónsson.
3. Guðmundur Heinrich Tegeder verkamaður, f. 15. júlí 1949 á Sætúni, Bakkastíg 10, d. 12. apríl 2011. Kona hans er Jólína Bjarnason frá Færeyjum.
4. María Tegeder húsfreyja, f. 5. nóvember 1952 að Brekastíg 35. Barnsfaðir hennar var Ólafur Friðrik Guðjónsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar er Þorsteinn Nielsen. Sambúðarmaður hennar er Guðlaugur Friðþórsson.

Edda fluttist með foreldrum sínum frá Þýskalandi til Eyja rétt fyrir stríðsbyrjun 1939.
Faðir hennar var hnepptur í fangabúðir á eyjunni Mön í Írlandshafi, þegar Bretar hernámu Ísland 1940. Hann kom heim 1947.
Edda var með foreldrum sínum í Sigtúni og á Brekastíg 35, lauk 3. bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1955.
Þau Haraldur giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu lengst á Hrauntúni 35.
Haraldur lést 1993. Edda hefur búið að Helgafellsbraut 1, en býr nú á Eyjahrauni 7.

I. Maður Eddu, (23. janúar 1960), var Haraldur Traustason skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. nóvember 1939 í Garðshorni, d. 13. júní 1993.
Börn þeirra:
1. Þóranna Haraldsdóttir húsfreyja, starfsmaður við heimilishjálp, f. 30. janúar 1958, d. 15. desember 2019. Barnsfaðir hennar Óskar Einarsson.
2. Hermann Haraldsson skipatæknifræðingur, f. 17. desember 1959. Kona hans er Brynhildur Jakobsdóttir.
3. Jón Trausti Haraldsson vélvirkjameistari í Reykjavík, f. 16. febrúar 1961, d. 31. mars 2010. Sambýliskona hans, skildu, er Valborg Elín Kjartansdóttir.
4. Haraldur Haraldsson, sjómaður, vélstjóri f. 17. apríl 1962. Sambýliskona hans er Sæunn Helena Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.