Dýrfinna Gísladóttir
Dýrfinna Gísladóttir frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 20. maí 1884 og lést 20. mars 1958.
Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson bóndi, f. 16. janúar 1852, d. 19. maí 1890, og kona hans Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. mars 1857, d. 13. apríl 1949.
Þau Magnús giftu sig 1907, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Gularáshjáleigu í A-Landeyjum 1933-1934, í Brók í V.-Landeyjum 1908-1922, fluttu til Eyja, þar sem Magnús var sjómaður. Þau bjuggu í Borgartúni í Þykkvabæ 1924-1926, á Ytri-Hóli í V.-Landeyjum 1926-1952, en bjuggu síðan á Hellu.
Dýrfinna lést 1958 og Magnús 1978.
I. Maður Dýrfinnu, (23. október 1907), var Magnús Andrésson frá Hemlu í V.-Landeyjum, bóndi, sjómaður, f. 4. júlí 1884, d. 19. ágúst 1978.
Börn þeirra:
1. Gíslína Margrét Magnúsdóttir húsfreyja í Baldurshaga við Vesturveg 5a, húsfreyja, f. 5. júlí 1907, d. 21. maí 1990. Maður hennar Andrés Einarsson.
2. Hólmfríður Magnúsdóttir húsfreyja á Uxahrygg, f. 31. janúar 1910, d. 25. október 1983. Maður hennar Guðmundur Gíslason.
3. Guðleif Magnúsdóttir húsfreyja í Kálfholti, f. 17. mars 1911, d. 6. mars 1992. Maður hennar Ásgeir Jóhannsson.
4. Andrés Magnússon bóndi í Vatnsdal í Fljótshlíð, f. 6. maí 1912, d. 20. apríl 1988. Kona hans Þorgerður Sveinsdóttir.
5. Guðbjörg Lilja Magnúsdóttir húsfreyja í Rvk, f. 19. júní 1913, d. 24. febrúar 1975. Maður hennar Grettir Ásmundsson.
6. Sigurður Gunnarsson, f. 1. febrúar 1918, d. 16. desember 1921.
7. Sigurósk Magnúsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 13. ágúst 1924, d. 30. október 1974. Maður hennar Þorkell Árnason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.