Dóróte Oddsdóttir
Dóróte Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 3. apríl 1934 á Kirkjuvegi 15 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Oddur Þorsteinsson skósmiður, kaupmaður, f. 14. nóvember 1890, d. 7. október 1959, og kona hans Anna Kathy Þorsteinsson hjúkrunarfræðingur, f. 18. júlí 1892, d. 11. janúar 1961.
Dóróte varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1951, lauk námi í hjúkrun í Western Kentucky University í Bowling Green í Bandaríkjunum 1971, sótti námskeið í skyndihjálp í University of Tennessee í Nashville í Tennessee.
Dóróte var hjúkrunarfræðingur á hjartadeild í Bowling Green Warren County Hospital í Kentucky maí 1971-ágúst 1972, á bæklunar- og göngudeild Greenview Hospital í Bowling Green september 1972-maí 1973, við einkahjúkrun í Nashville, Tenn. júní 1973-september s. ár, á slysadeild Borgarspítalans júlí 1974-október s.ár, kennari í H.S.Í október 1973- maí 1974, á gjörgæslu- og hjartaþræðingadeild St. Thomas Hospital, Nashville júlí 1974-ágúst 1975, Bowling Green Warren County Hospital í Bowling Green frá ágúst 1975.
Þau Bragi giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Einarshöfn við Kirkjuveg 15a, við Bröttugötu 11, en skildu.
I. Maður Dóróte, (26. september 1952, skildu), er dr. Bragi Straumfjörð kennari, f. 6. febrúar 1930.
Börn þeirra:
1. Oddur Bragason, f. 2. júlí 1953.
2. Theodóra Steinþórsdóttir, f. 14. nóvember 1956.
3. Ingigerður Saga Bragadóttir, f. 26. júní 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.