Bragi Straumfjörð
Bragi Jósefsson Straumfjörð kennari fæddist 6. febrúar 1930 í Stykkishólmi.
Foreldrar hans voru Jósef Jakobsson verkamaður, síðar bóndi á Bálkastöðum í Hrútafirði, f. 19. júní 1905, drukknaði 15. maí 1942, og Jóhanna Bjarnrós Bjarnadóttir, síðar húsfreyja í Litlu-Tungu í Holtum, Rang., f. 30. júní 1907, d. 5. maí 1943.
Bragi ólst upp hjá sr. Sigurði Ó. Lárussyni og konu hans Ingigerði Ágústsdóttur í Stykkishólmi.
Bragi nam í unglingaskólanum í Stykkishólmi 1944-1945, Héraðsskólanum á Laugarvatni 1945-1948, lauk kennaraprófi 1951, stundaði nám í Newbold College á Englandi (uppeldis- og sálarfræði) 1951-1952, í George Peabody College for Teachers í Nashville, Tennessee, Bandar., B.A.-próf 1963, M.A.-próf 1964, doktorspróf (uppeldisfræði) 1968.
Bragi var kennari í Barnaskóla sjöunda dags-aðventista í Eyjum frá 1952-1957, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1957-1961, Western Kentucky University í Bandar. 1967-1973. Hann var námsráðgjafi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1977-1979, kennari í Virginia Polytechnic Institute í Bandar. 1979-1980, lektor í K.H.Í. frá 1980.
Bragi var deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu 1973-1975, blaðamaður við Alþýðublaðið 1975-1977.
Bragi hefur stjórnað félagsfræðilegum rannsóknarverkefnum.
Hann var formaður íslenskrar réttarverndar frá stofnun 1975, Barnaverndar Reykjavíkur frá 1978, átti sæti í fræðsluráði Rvk frá 1978, í úthlutunarnefnd listamannalauna 1978-1979, í flokksstjórn S.V.F. 1971-1974, fulltrúi S.V.F. á allsherjarþingi S.Þ. 1971 og 1972, í flokksstjórn Alþýðuflokksins frá 1975, 1. varaþingmaður Alþ.fl. í Rvk 1978-1979.
Bragi hefur ritað fjölda greina um uppeldis- og skólamál, m.a. Education in Iceland, Nashville 1968, Icelandic Culture and Education, Bowling Green, 1968 og fl. Hann var ritstjóri og útgefandi Þjóðmála, 1971-1973, ritstjóri Réttarverndar 1976-1978.
Þau Dóróte giftu sig 1952, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Einarshöfn við Kirkjuveg 15a, við Bröttugötu 11, en skildu.
Þau Gréta giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
I. Kona Braga, (26. september 1952, skildu), er Dóróte Oddsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1934.
Börn þeirra:
1. Oddur Bragason, f. 2. júlí 1953.
2. Theodóra Steinþórsdóttir, f. 14. nóvember 1956.
3. Ingigerður Saga Bragadóttir, f. 26. júní 1960.
II. Kona Braga, (9. nóvember 1974, skildu), er Gréta Freydís Kaldalóns húsfreyja, f. 14. febrúar 1947. Foreldrar hennar voru Sigvaldi Þórður Kaldalóns garðyrkjufræðingur, f. 7. nóvember 1915, d. 14. apríl 1948, og kona hans Arnþrúður Guðbjörg Sigurðardóttir Kaldalóns, f. 23. október 1919, d. 25. mars 2005.
Börn þeirra:
3. Logi Bragason, f. 7. ágúst 1975.
4. Sigurður Óskar Lárus Bragason, f. 14. júlí 1977.
5. Bragi Kormákur Bragason, f. 1. október 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.