Concordia Konráðsdóttir (Götu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Concordia Konráðsdóttir.
Concordia Konráðsdóttir.

Concordia Konráðsdóttir Níelsson frá Nýjabæ húsfreyja fæddist 28. apríl 1915 í Götu og lést 24. október 2004 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Konráð Ingimundarson sjómaður, vélstjóri, f. 26. júní 1886, d. 6. júlí 1957, og kona hans Guðrún Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1887, d. 3. febrúar 1967.
Fósturmóðir Concordiu var Steinvör Jónsdóttir húsfreyja, þá ekkja í Nýjabæ f. 5. janúar 1868, d. 6. febrúar 1942.

Börn Guðrúnar Sigríðar og Konráðs voru:
1. Jón Einar Konráðsson sjómaður bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 10. október 1909 á Norðfirði, d. 28. júlí 1985.
2. Nikólína Guðfinna Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. maí 1912 í Götu, d. 9. janúar 1991.
3. Pálína Mundína Sigurveig Konráðsdóttir, f. 17. september 1913 í Götu, dó 16. júní 1918 af brunasárum eftir slys í Þvottalaugunum í Reykjavík.
4. Concordia Konráðsdóttir (Níelsson) húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1915 í Götu, d. 24. október 2004.
5. Sigríður María Konráðsdóttir húsfreyja í Hveragerði, f. 9. september 1916 í Götu, d. 16. mars 2003.
6. Ingibjörg V. Konráðsdóttir, f. 15. janúar 1918, d. 1918.
7. Símon Ingvar Konráðsson málari í Reykjavík, f. 17. júní 1919 í Reykjavík, d. 29. september 2008.
8. Sigurveig Stella Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. febrúar 1922, d. 13. mars 2007.
9. Ágúst Ingimundur Konráðsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1923, d. 4. febrúar 1982.
10. Marteinn Lúther Konráðsson, f. 13. október 1926, d. 1926.
11. Elínberg Sveinbjörn Konráðsson, f. 28. apríl 1928, d. 28. júlí 2006.

Concordia var með foreldrum sínum skamma stund, fór í fóstur að Nýjabæ þriggja ára til Steinvarar. Þar ólst hún upp, mun hafa flust til Reykjavíkur 1931.
Þau Karl giftu sig 1943, eignuðust tvö börn.
Concordia lést 2004 og Karl 2006.

I. Maður Concordiu, (13. janúar 1943), var Karl Nielsson (upphaflegt nafn Carl Ejler Theodor Nielsen) starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, f. 8. júní 1912 í Thisted í Danmörku, d. 1. mars 2006. Foreldrar hans voru Marius Nielsen og Fridrika Dyste.
Börn þeirra:
1. Ólafur Gunnar Karlsson trésmiður, húsvörður í Danmörku, f. 25. maí 1943. Kona hans Ásdís Karlsdóttir.
2. Þorsteinn Karlsson PhD, matvælafræðingur, f. 16. júní 1945. Kona hans Hanna B. Herbertsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. nóvember 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þorsteinn Karlsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.