Bunki

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Á miðri Elliðaey standa tveir um 10.000 ára gamlir gjallgígar sem nefnast sameiginlega Bunki. Bunki er aflangur frá norðri til suðurs, en gígarnir tveir kallast Bunkalágar. Er nyrðri hæðin kölluð Stóri-Bunki en hin syðri Litli-Bunki.

Í Bjarnarey er einnig sama örnefni, Bunki, og er það hæsti hluti eyjarinnar, fornt eldvarp, grasi vaxið, með skál í kollinum er kallast Bunkalág rétt eins og í Elliðaey.