Brynjar Fransson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Brynjar Fransson, sjómaður, vélstjóri, síðan fasteignasali í Rvk, fæddist 16. júlí 1939.
Foreldrar hans Sophus Franz Jónsson, f. 22. nóvember 1915, d. 14. október 1941, og Guðrún Jónína Sveinbjörnsdóttir, f. 23. júlí 1919, d. 7. október 2012.

Þau Ásta giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35, byggðu síðan við Strembugötu 18, bjuggu þar uns þau fluttu til Rvk.

I. Kona Brynjars er Guðrún Ásta Pálsdóttir, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. apríl 1940.
Börn þeirra:
1. Páll Brynjarsson, f. 27. febrúar 1959 í Eyjum.
2. Pétur Þór Brynjarsson, f. 25. desember 1961 í Eyjum.
3. Gunnar Frans Brynjarsson, f. 28. nóvember 1967 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.