Bragi Einarsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bragi Einarsson grafískur hönnuður, framhaldskólakennari í Keflavík fæddist 6. júní 1960 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Einar Sigurfinnsson afgreiðslumaður, f. 12. febrúar 1940, og kona hans Margrét Bragadóttir húsfreyja, f. 22. maí 1942, d. 13. nóvember 2018.

Bragi Einarsson.

Bragi var með foreldrum sínum, á Hásteinsvegi 55 1960, flutti með móður sinni í Garð í Gull. 1961.
Hann var nemi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, lauk námi 1988, lauk kennaraprófi 2007.
Bragi vann á auglýsingastofu Ernsts Backmann 1987-1988, í Prentsmiðjunni Grágás í Keflavík 1989-1994 og í Prentsmiðjunni Odda 1995-1996, vann síðan í Prentsmiðjunni Grágás hf. Hann er kennari í myndlist og upplýsingatækni í Fjölbrautarskóla Suðurnesja síðan 2002.

I. Kona Braga er Guðrún Filippía Stefánsdóttir kennari f. 1. desember 1960 í Reykjavík. Foreldrar hennar Stefán Sigbjörnsson sjómaður, f. 16. mars 1924 í Reykjavík, d. 27. mars 2009, og kona hans Hanna Ágústa Ágústsdóttir, f. 27. apríl 1931 í Reykjavík, d. 17. október 2005.
Börn þeirra:
1. Steinunn Björk Bragadóttir blaðamaður, f. 13. mars 1986.
2. Stefán Arnar Bragason smiður, kvikmyndatæknir, f. 14. maí 1990.
3. Einar Ágúst Bragason flutningabílstjóri, f. 16. nóvember 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bragi.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 7. apríl 2009. Minning Stefáns Sigbjörnssonar.
  • Stéttatal Bókagerðarmanna.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.