Borgar Þorsteinsson (Brattlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Borgar Þorsteinsson.

Borgar Þorsteinsson frá Brattlandi við Faxastíg 19, sjómaður, verkamaður fæddist þar 2. febrúar 1943 og lést 12. nóvember 2010.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Óskar Guðbrandsson frá Stíghúsi á Stokkseyri, f. 26. október 1914, d. 13. mars 1982, og kona hans Sigurbjört Kristjánsdóttir frá Brattlandi, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 20. nóvember 1915 á Akri við Landagötu 17, d. 23. október 2007.

Barn Sigurbjartar:
1. Kristján Sigurðsson húsasmiður, f. 29. janúar 1942.
Barn Sigurbjartar og Þorsteins:
2. Borgar Þorsteinsson sjómaður, verkamaður, f. 2. ferbrúar 1943, d. 12. nóvember 2010.
Barn Þorsteins Óskars:
3. Ester Þorsteinsdóttir, f. 28. september 1940 í Hellukoti á Stokkseyri.

Borgar var með foreldrum sínum á Brattlandi, flutti með þeim til Stokkseyrar á síðari hluta fimmta áratugarins og bjó með þeim í Stíghúsi þar.
Hann varð snemma sjómaður og stundaði sjómannstörf uns hann slasaðist. Síðan vann hann í frystihúsi Stokkseyrar.
Þau Elín giftu sig 1983, eignuðust eitt barn, en skildu.
Borgar lést 2010.

I. Kona Borgars, (1983, skildu), er Elín Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 30. desember 1946. Foreldrar hennar voru Ingólfur Gunnarsson, f. 2. desember 1913, d. 8. febrúar 1995, og Sigurlaug Siggeirsdóttir, f. 7. febrúar 1914, d. 16. júní 2004.
Barn þeirra:
1. Þorsteinn Óli Borgarsson, f. 31. desember 1984. Unnusta hans Linda Björk Friðgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.