Kristján Sigurðsson (yngri) (Brattlandi)
Kristján Sigurðsson yngri, húsasmíðameistari í Reykjanesbæ fæddist 29. janúar 1942 á Brattlandi.
Foreldrar hans Sigurbjört Kristjánsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 20. nóvember 1915, d. 23. október 2007, og barnsfaðir hennar Sigurður Jónsson Haraldsson húsasmíðameistari, kennari, skólastjóri, bóndi og bústjóri á Hólum í Hjaltadal, síðar á Kirkjubæ á Rangárvöllum, f. 20. apríl 1919, d. 28. janúar 1998.
Þau Ingunn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Reykjanesbæ.
I. Kona Kristjáns er Ingunn Guðbjartsdóttir húsfreyja, starfsmaður á elliheimili í Keflavík, f. 18. maí 1943. Foreldrar hennar Guðbjartur Einarsson, f. 25. júní 1905, d. 28. ágúst 1978, og Laufey Gestsdóttir, f. 9. janúar 1909, d. 15. október 1982.
Börn þeirra:
1. Hlynur Kristjánsson, f. 18. maí 1966.
2. Sigurbjört Kristjánsdóttir, f. 20. mars 1969.
3. Íris Kristjánsdóttir, f. 2. ágúst 1971.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Kristján.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.