Blik 1973/Mýrdælingar, mynd

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1973



Mýrdælingar


ctr


Frú Þórunn Oddsdóttir fyrrv. húsfreyja á Rauðhálsi í Mýrdal með 10 börnum sínum.


Aftari röð frá vinstri: 1. Sigurður Friðriksson, kv. Elísabetu Hallgrímsdóttur. Þau hjón búa hér í Eyjum. - 2. Ólafur Friðriksson, kv. Halldóru Pálsdóttur. Þau hjón búa á Selfossi. — 3. Þórhallur Friðriksson, kv. Elínu Þorsteinsdóttur. Þau hjón búa að Skógum undir Eyjafjöllum. — 4. Oddsteinn Friðriksson. Hann var kvæntur Þorgerði Hallgrímsdóttur. Hann á heima hér í Eyjum.
Fremri röð frá vinstri: 1. Þórunn Friðriksdóttir. Hún var gift Ingvari Þórólfssyni. Þau hjón bjuggu hér í Eyjum. — 2. Sigríður Friðriksdóttir, sem er gift Halldóri Halldórssyni, og búa þau hjón hér í kaupstaðnum. — 3. Þórhalla Friðriksdóttir, gift Brynjólfi Hallgrímssyni. Þau hjón búa í Kópavogi. — 4. Þórunn Oddsdóttir, fyrrv. húsfreyja að Rauðhálsi. — 5. Áróra Friðriksdóttir, gift Bœringi Elíassyni. Þau hjón búa í Stykkishólmi. — 6. Ragnheiður Friðriksdóttir, gift Haraldi Þorkelssyni. Þau hjón búa hér í kaupstaðnum. — 7. Ragnhildur Friðriksdóttir, gift Guðlaugi Hallórssyni. Þau hjón búa hér í kaupstaðnum. — Friðrik bóndi Vigfússon á Rauðhálsi Þórarinssonar bónda á Sólheimum í Mýrdal andaðist árið 1917. Alls eignuðust þessi hjón 18 börn. Frú Þórunn andaðist hér í Eyjum hjá dóttur sinni Sigríði og Halldóri manni hennar árið 1959, 84 ára að aldri.