Blik 1972/Norðfirzkar myndir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1972



Norðfirzkar myndir


ctr


Skólaslit í Neskaupstað vorið 1930.


Aftasta röð frá vinstri: Sigdór Brekkan, kennari; Eiríkur Sigurðsson, kennari, Signý Sigurðardóttir, kennari; Valdimar Snævar, skólastjóri.
Næst aftasta röð frá vinstri: Guðbjörg Sveinsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Ragna Jónsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Árnína Guðmundsdóttir, Guðlaug Ingvarsdóttir, Jóhanna Sigfinnsdóttir, Unnur Zoëga.
Næst fremsta röð frá vinstri: Ásmundur Jakobsson, Stefán Ísaksson, Þorleifur Jónasson, Lúðvík Jósefsson, Bjarni Þórðarson, Valgeir Sigmundsson, Sigrún Sigmundsdóttir.
Fremsta röð frá vinstri: Bjarni Vilhjálmsson, Þorfinnur Ísaksson, Jóhannes Zoëga, Stefán Þorleifsson frá Hofi, Guðni Þorleifsson.


ctr


Með lögum nr. 48 hinn 7. maí 1929 hlaut kauptúnið að Nesi í Norðfirði kaupstaðarréttindi. Síðan hefur það borið nafnið Neskaupstaður samkv. nefndum lögum. Fáir staðir á landinu utan Reykjavíkursvæðisins hafa tekið öðrum eins framförum á fjölmörgum sviðum eins og þetta þéttbýli, síðan það öðlaðist aukin þjóðfélagsréttindi.
Það féll í hlut Vestmannaeyingsins Kristins Ólafssonar frá Reyni hér í bæ að verða fyrsti bæjarstjóri í Neskaupstað og um leið forseti bæjarstjórnar. Hann var þá bæjarfógeti í Neskaupstað samkv. hinum nýju réttindum.
Í maí 1954 minntist Neskaupstaður 25 ára kaupstaðarréttindanna. Var þá Kristni Ólafssyni, fyrrv. bæjarfógeta, bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar boðið austur í tilefni afmælisins. Þá var þessi mynd tekin af bæjarstjórnarfulltrúum Neskaupstaðar og boðsgestinum.
Aftari röð frá vinstri: Einar Guðmundsson, slippstjóri; Jón Svan Sigurðsson, framkvæmdastjóri; Jón Einarsson, húsasmíðameistari; Oddur Sigurjónsson, skólastjóri; Jóhann P. Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari.
Fremri röð frá vinstri: Ármann Eiríksson, útgerðarmaður; Lúðvík Jósefsson, alþingismaður, núverandi ráðherra; Kristinn Ólafsson, fyrrv. bæjarfógeti í Neskaupstað m.m.; Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri í Neskaupstað; Jóhannes Stefánsson, forstjóri í Neskaupstað.


ctr


Ær í kvíum á Hólum í Norðfjarðarhreppi sumarið 1904 eða 1905.


Frá vinstri: 1. Friðrik Jónsson frá Seyðisfirði. Hann var að miklu leyti alinn upp á Hólum hjá hjónunum Ingigerði húsfreyju Marteinsdóttur og Sigfúsi bónda Þorsteinssyni. 2. Magnús Guðmundsson. Hann var frá barnæsku fatlaður á fæti og þess vegna kallaður halti. Hann var lengst af verkamaður ýmist á Nesi eða í Norðfjarðarsveit. 3. Sveinn bóndi Sigfússon bónda Þorsteinssonar á Hólum og Ingigerðar húsfreyju. 4. Karl Björnsson frá Reyðarfirði, sem dvaldist á uppvaxtarárum sínum um árabil á Hólum hjá hjónunum Ingigerði og Sigfúsi. Hann á nú heima í Reykjavík 87 ára gamall. 5. Sigfús Þorsteinsson bóndi á Hólum.
Synir þeirra hjóna voru bændurnir Sveinn (nr. 3), Marteinn, fyrrum bóndi í Skálateigi, og Þorsteinn skipstjóri og farmaður Sigfússon, faðir Sigfúsar bónda að Skálateigi í Norðfjarðarhreppi. 6. Sigfús Þorsteinsson, nú bóndi í Skálateigi, sem situr 5 ára eða svo á hnakknefinu hjá afa sínum.
Myndina tók Lárus myndasmiður Gíslason frá Hlíðarhúsi í Vestmannaeyjum.


ctr


Árið 1934-1935 léku Norðfirðingar Skuggasvein. Hér birtir Blik mynd af leikendunum.


Aftari röð frá vinstri: Sveinn Þorsteinsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Sigfinnur Vilhjálmsson, Eyþór Þórðarson, Björgúlfur Gunnlaugsson, Serína Stefánsdóttir, Guðröður H. Jónsson, Guðjón Símonarson, Haraldur Víglundsson, Jóhann Jónsson.
Fremri röð frá vinstri: Björgvin Gíslason, Hallgrímur Jónsson, Jóhannes Stefánsson, Magnús Hávarðsson, Benjamín Guðmundsson, Gunnar Guðjónsson, Sigríður Jónsdóttir.



LEIÐRÉTTINGAR:


Sigurður Eiríksson, verkamaður í Neskaupstað, hefur gert þessar athugasemdir við skýringar á norðfirzkum myndum í Bliki 1969: Verzlunarhúsið Bakki, sem svo er nefnt nú, hét í fyrstu Bakkahús. Húsið byggði Stefán Halldórsson bónda Stefánssonar, en ekki Halldór bóndi, eins og fullyrt er á bls. 280 í Bliki (1969).
Á sömu bls. er Haraldur á Kvíabóli sagður hafa verið Runólfsson, en á að vera Brynjólfsson. Ég bið afsökunar á villum þessum. - Þ.Þ.V.



Einn af hagyrðingum okkar í kaupstaðnum er Guðni B. Guðnason, kaupfélagsstjóri.
Þegar Hafsteinn Stefánsson, skipaeftirlitsmaður, fyllti fimmtíu ár, sendi kaupfélagsstjórinn honum þessa vísu:

Til þín, vinur, óskin er
í aðeins tveimur línum:
Ljóðadísin leiki sér
létt á vörum þínum.

Svo sem Eyjabúum er kunnugt, þá er Hafsteinn hagyrðingur góður, svo að ekki sé meira sagt.
Afmælisvísa Guðna til Guðmundar Ingvarssonar, verzlunarmanns kaupfélagsins:

Guð mun alltaf gæfu strá
á góðra manna vegi.
Óskir beztar okkur frá
áttu á þessum degi.
G.B.G.