Blik 1969/Frá Fljótsdal í Fljótshlíð
Einn af góðborgurum okkar hér í Eyjum er Ágúst Úlfarsson að Melstað við Faxastíg (nr. 8B).
Honum til heiðurs og ánægju, að Blik ætlar, og okkur öllum til nokkurs sögulegs fróðleiks, birtir ritið hér mynd af honum í systkinahópnum gjörvilega frá Fljótsdal í Fljótshlíð, þar sem foreldrarnir bjuggu um árabil.
Fremri röð frá vinstri:
1. Guðrún Úlfarsdóttir, ráðskona í Drangshlíð undir Eyjafjöllum, f. 29. okt. 1897 í Fljótsdal.
2. Ingunn Úlfarsdóttir, f. 6. jan. 1899 í Fljótsdal, dáin 18. nóv. 1958. Hún var gift Sigurði Sigurðssyni, sjómanni og skipasmið í Vestmannaeyjum.
3. Ingibjörg Úlfarsdóttir, f. 13. okt. 1893 í Fljótsdal, d. 14. jan. 1969. Maður hennar var Guðjón Kr. Þorgeirsson, verkamaður frá Vestmannaeyjum.
4. Guðbjörg Úlfarsdóttir, f. 7. sept. 1901 í Fljótsdal. Eiginmaður hennar er Kjartan S. Norðdahl í Rvík.
5. Þórunn Úlfarsdóttir, f. 31. jan. 1903 í Fljótsdal. Hún var gift Birni H. Eiríkssyni bílstj. í Reykjavík. Hann lézt 19. jan. 1931.
Aftari röð frá vinstri:
1. Brynjólfur Úlfarsson, f. 18. febr. 1895 í Fljótsdal. Hann er bóndi í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, kvæntur Ólafíu Guðlaugu Guðjónsdóttur frá Stóru-Mörk.
2. Jón Úlfarsson, f. 22. júlí 1892 í Fljótsdal, d. 25. nóv. 1954. Hann var kvæntur Guðbjörgu Auðunsdóttur frá Eyvindarmúla. Þau bjuggu í Fljótsdal.
3. Sæmundur Úlfarsson, f. 7. ágúst 1905 í Fljótsdal, kvæntur Guðlaugu Einarsdóttur. Þau búa að Heylæk í Fljótshlíð.
4. Óskar Úlfarsson, f. 27. des. 1889 í Fljótsdal, d. 5. febr. 1946.
5. Ágúst Úlfarsson, f. 9. júní 1896 í Fljótsdal. Kvæntur er hann Sigrúnu Jónsdóttur frá Vilborgarstöðum í Eyjum. Heimili þeirra er að Melstað (Faxastíg 8B hér í bæ). Ágúst Úlfarsson var hér útvegsbóndi um árabil.
6. Guðjón Úlfarsson, f. 24. maí 1891 í Fljótsdal, d. 13. maí 1960. Hann var kvæntur Þuríði Guðrúnu Vigfúsdóttur frá Hrauk í A-Landeyjum. Hún lézt 30. ágúst 1946. Þau hjón bjuggu í Vatnsdal í Fljótshlíð.
Frú Þuríður ólst upp í Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Hún er nefnd í Bliki 1963, í grein þar um Ágúst kennara Árnason. Ýmislegt er þar rangt með farið vegna óábyggilegra heimilda, og bið ég afsökunar á þeim missögnum, sem ég hefi fyrst fengið leiðréttingu á 5 árum síðar. Það er erfitt að ætla öðrum að fara með fullyrðingar, sem hvergi eru í námunda við sannleikann.
7. Sigurþór Úlfarsson, f. 3. fehr. 1907 í Fljótsdal. Kvæntur er hann Katrínu Einarsdóttur frá Reykjavík.
Smámyndirnar beggja vegna eru af foreldrum systkinanna: Úlfari bónda Jónssyni og konu hans, Guðlaugu Brynjólfsdóttur. Úlfar bóndi var fæddur í Fljótsdal 24. sept. 1854, d. 1932. Frú Guðlaug fæddist í Vesturkoti á Skeiðum 21. apríl 1871, d. 1910. Þau gengu í hjónaband árið 1890. Þau bjuggu í Fljótsdal í Fljótshlíð til dánardægurs og ólu þar upp hjálparlaust öll sín börn.
Þ.Þ.V.