Blik 1963/Æskudraumar
Fara í flakk
Fara í leit
- Ég sat fyrr að lömbum í sólbjartri hlíð
- við saklausa æskunnar drauma
- og mær ein, sem þá var mjög blómhýr og blíð,
- með bókina í kjöltu við sauma.
- Þá blikuðu lokkar og brosin á vör
- líkt bárum á sólroðnum öldum.
- Um lifandi frelsi og logandi fjör
- oft lækirnir hjöluðu á kvöldum.
- Ég sat fyrr að lömbum í sólbjartri hlíð
- Ég sé glöggt í anda þá saklausu mær
- í sólgylltum kvöldroðans bárum,
- en ei veit það heimur, að hún var mér kær
- á hugljúfum, vonblíðum árum.
- Með henni við bláfjöll á blómstrandi grund
- þar blikuðu ylgeislar friðar.
- Ég átti svo rólegt, að ógleymd er stund,
- þótt æskan sé gengin til viðar.
- Ég sé glöggt í anda þá saklausu mær
- Og fossana man ég, þeir féllu af brún,
- og freyðandi lækirnir streymdu,
- og bæina sá ég og blómauðug tún,
- — sem búendur Fljótshlíðar geymdu, —
- og ljóskrýndan jökul á loggylltum stól,
- sem laugaði fætur í giljum
- og harðbrýnn og stórskorinn horfði mót sól,
- sem hjúkraði nýfæddum liljum.
- Og fossana man ég, þeir féllu af brún,
- Þá stóð ég sem laukur í ljósgrænni hlíð
- með lilju til annarrar handar.
- Á sakleysi æskunnar sólin skein blíð.
- er sveif hún í vestur til strandar.
- Á blikandi gullsúlum brá hún upp nótt
- og blíðleg í eyra mér sagði:
- „Þig signi minn kvöldroði, sofnaðu rótt;“
- í svæfilinn geislana lagði.
- Þá stóð ég sem laukur í ljósgrænni hlíð
- Þá hvíldi ég kraftana og sofnaði sætt,
- en sálina tók þá að dreyma,
- og léttfleygur andinn gat ljósöldur þrætt
- og leitað um alvíddargeima.
- Opinn stóð honum þá alheimur nýr
- með eilífðar geislabrotsrósum.
- Hugsjónadraumleiðin honum fannst skýr
- á himnanna sólkerfaljósum.
- Þá hvíldi ég kraftana og sofnaði sætt,
- Og sæll þóttist andinn á sólbjartri leið,
- þá svifinn burt efans frá ströndum,
- um alheiminn flughraður skundaði skeið
- til að skyggnast að ókunnum löndum.
- Í blíðasta draumi hann barst svo um stund,
- en brátt varð þó aftur að snúa
- og vekja svo líkamann værum af blund
- til að vitja um unglambagrúa.
- Og sæll þóttist andinn á sólbjartri leið,
- MARGIR SKYNJA MARGT
- Margir skynja margt og vita,
- mikið starfa, hugsa, rita,
- þó nær mesta menntun stutt.
- Engum mun það auðnast geta
- alvaldsbrautir rekja, feta,
- meðan sál ei fær burt flutt.
- Margir skynja margt og vita,
- Hert er sál í harða viðu
- hér við jarðlífs straumaiðu,
- unz að líkams bresta bönd.
- Lífs með krafti ljóss í geiminn
- líða mun, þá kveður heiminn,
- studd af vísdóms hægri hönd.
- Hert er sál í harða viðu
- Meiri þroska þá vér fáum,
- þegar friðarlandi náum,
- endurbornir æðri heim.
- Þá mun andinn leika léttur
- ljóss um ríkis blómasléttur, —
- eilífs máttar undrast geim.
- Meiri þroska þá vér fáum,
- Ei til jarðar aftur þráum,
- æðri vísdóm þegar fáum,
- heims þá elskan horfin er.
- Auður, völd og upphefð jarðar
- er þá hinum megin fjarðar.
- Allt er skilið eftir hér.
- Ei til jarðar aftur þráum,
- KÓNGUR OG KROSSAR
- KÓNGUR OG KROSSAR
- Þegar kemur kóngurinn,
- krossast margur náunginn,
- glatt mun fólk á götunum
- ganga á sparifötunum.
- Oft er krossinn tignað tál, —
- tál, sem girnist hólgjörn sál.
- Leitar út það inni býr,
- ýmsum verður heimskan dýr.
- Þegar kemur kóngurinn,
- GEGNUM ÞOKUNA 1907
- Frá Þingvöllum bergmálar þjóðfrelsistal,
- og þar hljóma óskirnar heitar,
- því fjölmörg er kempan og kappanna val,
- sem kúgun og ófrelsi neitar
- en frjálst vilja landið, sem fornum í sið
- á frægðar og gullaldar árum,
- og fús ætti sérhver að leggja fram lið,
- því liggur enn réttur í sárum.
- Frá Þingvöllum bergmálar þjóðfrelsistal,
- Og æ muna kraftþrungin orðtökin Jóns,
- þau: Aldrei frá réttinum víkja,
- svo glöggt megi sýna það saga vors fróns,
- að sjálfstæð þjóð nái hér ríkja.
- Með áhuga losum vér afturhaldsbönd,
- vér uppskera munum, ef sáum.
- Ef viljinn ei flytur til fót eða hönd.
- ei frelsi úr viðjunum náum.
- Og æ muna kraftþrungin orðtökin Jóns,
- Vér eigum að hugsa vel aftur og fram,
- um ókominn tímann og liðinn.
- Í herfórum vorum ei haldast má vamm,
- sem hrekur burt innbyrðisfriðinn.
- Til varnaðar oss eru vítin oft sýnd,
- að vegi ber öllum að gæta.
- Ef ein stund nær glatast, oft ár eru týnd,
- sem ekki má framar sér bæta.
- Vér eigum að hugsa vel aftur og fram,
- Ó, látum oss hugsandi líta' í þá átt,
- þar lifandi frelsið í blóma
- oss sýnt getur þjóðviljans sigrandi mátt,
- þá svift er burt ánauðardróma.
- Ó, hefjum oss yfir allt tildur og tál,
- svo talið oss niðjarnir geti
- til ættjarðarvina með sólbjarta sál,
- er sannleik og hreinskilni meti.
- Ó, látum oss hugsandi líta' í þá átt,
- ÞJÓÐHÁTÍÐ VESTMANNAEYJA
- 13. ÁGÚST 1910
- ÞJÓÐHÁTÍÐ VESTMANNAEYJA
- Hátíð þessa fögnuð fyllum
- félagsanda; ræktum blóm,
- syngjum dátt hjá sólskins hillum,
- sinnum fögrum bergmálsóm.
- Viljakraftinn veikan hressum,
- vörumst allt, sem boðar grand;
- framtíðar- þá -börn, vér blessum,
- blessum vora þjóð og land.
- Hátíð þessa fögnuð fyllum
- Syngi, dansi hrund og halur
- himinglöð í fögrum dal;
- grænlitaður glímusalur
- geymir Eyja kappaval.
- Hér má sjá í sól og skugga,
- sumardýrðin blikar hrein.
- Huldufólkið gegnum glugga
- gægist undan hverjum stein.
- Syngi, dansi hrund og halur
- Huldufólkið fagurbúið
- fagnar því, sem dýrlegt er;
- héðan ekki fær það flúið,
- finnst því „Ameríka“ hér.
- Þótt í dag vér það ei sjáum,
- þar um tölum ekki hót;
- öðrum ræðum eyru ljáum,
- áminningar festi rót.
- Huldufólkið fagurbúið
- Dýrð sé guði hátt í hæðum,
- heill og friður meðal vor;
- manndómsþrá í andans æðum
- ávallt stígi heillaspor.
- Orð og verkin látum ljóma,
- læðumst enga skuggabraut;
- göngu hækki sólin sóma,
- svífi yfir holt og laut.
- Dýrð sé guði hátt í hæðum,