Blik 1960/Rotaryklúbbur Vestmannaeyja og fleira

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1960



Rotaryklúbbur Vestmannaeyja


Þann 10. des. 1959 bauð Rotaryklúbbur Vestmannaeyja nemendum 4. bekkjar Gagnfræðaskólans ásamt skólastjóra til kaffidrykkju í Akogeshúsinu.
Forseti klúbbsins, Sigurður Ólason forstjóri, stýrði hófi þessu, sem fór í alla staði vel fram og var hið ánægjulegasta. Þessir Rotaryfélagar tóku til máls og kynntu störf og stefnu Rotaryklúbbanna, er þjóna alþjóðahreyfingu, svo sem kunnugt er: Forseti Sigurður Ólason, Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn, Martin Tómasson, kaupmaður, Sigurður Finnsson, skólastjóri og Gunnar Sigurmundsson, prentsmiðjustjóri. Oddgeir Kristjánsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja, sýndi skuggamyndir, sem hann tók á ferð sinni með félaga Lúðrasveitarinnar um ýmis lönd sumarið 1959.
Brynja Hlíðar gagnfræðanemi þakkaði Rotaryklúbbnum fyrir boðið, fyrir þá velvild og hlýhug, sem hann hefur sýnt nemendum og skólanum með þessum boðum sínum s.l. tvö ár.

Boð inni


Miðvikudaginn 16. des. s.l. hafði Gagnfræðaskólinn boð inni fyrir Fræðsluráðs- og Bæjarráðsmeðlimi svo og kennara skólans í tilefni þess, að matreiðslukennsla er hafin í stofnuninni. Eldhús skólans er eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar hér á landi.