Blik 1957/Sjóðir Gagnfræðaskólans

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1957



Sjóðir Gagnfræðaskólans



Innstæða 31. des. 1956:

I. Minningar- og styrktarsjóður nemenda Krónur
a. Minningarsjóður Þórunnar Friðriksdóttur
frá Löndum
Bók nr. 24 í Sparisj. Vm. 1.286,36
Bók nr. 8483 í Útvegsb. Vm. 2.182,02
Samtals 3.468,38
b. Minningarsj. Hermanns Guðmundssonar
frá Háeyri
Bók nr. 25 í Sparisj. Vm. 1.932,38
Bók nr. 4927 í Útvegsb. Vm. 1.098,67
Samtals 3.081,05
c. Minningarsj. Hauks Lindbergs
Bók nr. 265 í Sparisj. Vm. 5.548,10
Samtals 5.548,10
d. Önnur peningaeign styrktarsjóðsins
Bók nr. 8484 í Útvegsb. Vm. 2.127,43
Bók nr. 4698 í Útvegsb. Vestmannaeyjum 1.791,62
Samtals 3.918,05
Minningar- og styrktarsjóður nemenda.
Skólinn þakkar kærlega þær gjafir,
sem sjóðnum hafa borizt
undanfarin 3 ár eða síðan
við birtum innstæður hans í
Bliki síðast (1954).
Sjóðurinn nemur því samtals
16.015,58
II. Sjóður Málfundafélags
Gagnfræðaskólans
bók nr. 777 í Sparisj. Vestmannaeyja.
Úr þessum sjóði greiðist
árlega ferðastyrkur
til nemenda 3. bekkjar
og til útgáfu
ársrits skólans.
9.399,20
Samtals 9.399,20
III. Útgáfusjóður Bliks
Bók nr. 633 í Sparisjóði Vestmannaeyja 5.839,80
Samtals 5.839,80
IV. Ferðasjóður nemenda
Bók nr. 78 í Sparisjóði Vestmannaeyja 566,09
Bók nr. 3306 í Útvegsb. Vestmannaeyjum 963,15
Samtals 1.529,24

V. Hljóðfærasjóður Gagnfræðaskólans. Síðsumars 1955 færði Jón Eiríksson skattstjóri Gagnfræðaskólanum að gjöf á 3. þúsund krónur og mælti svo fyrir, að með upphæð þessari skyldi stofna sjóð við skólann til kaupa á hljóðfærum handa honum til eflingar tónlist í skólanum.
Með alúðarþakklæti veittum við þessari góðu gjöf viðtöku. Þessi sjóður skólans hefur síðan fengið ýmsar gjafir og ávaxtazt alveg ótrúlega vel. Hann hefur sem sé þrefaldazt, síðan hann var stofnaður.

V. Hljóðfærasjóður átti í bók
nr. 77 í Sparisj. Vm.
1. jan. s.l.
Kr. 6.536,46
Alls Kr. 6.536,46

Þessi sjóðstofnun leiddi til þess, að skólinn pantaði 7 blásturshljóðfæri frá Tékkóslóvakíu og fékk þau á s.l. hausti. Flestir tollar ríkisins fengust eftirgefnir af hljóðfærunum. Að öðru leyti gaf skólasjóður skólanum hljóðfærin.
Oddgeir Kristjánsson söngkennari barnaskólans og stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja kennir nemendum á hljóðfærin, og standa vonir til, að Lúðrasveit Gagnfræðaskólans geti skemmt Eyjabúum með fagurri lúðrahljómlist, áður en mjög langt líður.
Mætti fordæmi Jóns Eiríkssonar um stofnun Hljóðfærasjóðsins verða íhugunarefni og fyrirmynd öðrum hér í Eyjum.

Vestmannaeyjum, 4. febr. 1957.
Þorst. Þ. Víglundsson.