Blik 1956/Forsetahjónin heimsækja Vestmannaeyjar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1956



Forsetahjónin heimsækja
Vestmannaeyjar



ctr
Forsetahjónin íslenzku


Ársrit Gagnfræðaskólans vill minnast hinnar ánægjulegu heimsóknar forsetahjónanna til Vestmannaeyja í fyrra sumar með því að birta myndir frá heimsókninni, sem Eyjabúar mátu mikils og telja merkasta viðburð í bænum á s.l. ári.
Forseti Íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, á nafn sitt skráð í sögu framhaldsskólastarfsins hér í Eyjum. Um það bil sem hann gerðist fræðslumálastjóri, átti Unglingaskóli Vestmannaeyja svo erfitt uppdráttar, að ekki var annað sýnna, en að hann yrði að hætta störfum um skeið. Tók þá hinn nýskipaði ungi fræðslumálastj., Ásgeir Ásgeirsson í taumana og lagði sitt til að efla mátt skólans og ryðja honum rúm í bæjarfélaginu, svo að hann mætti starfa þar æskulýð Eyjanna til gagns og gengis, koma honum til nokkurs þroska. Fyrir þetta starf í þágu mennta og menningar hér í Eyjum vill Blik leyfa sér að færa forsetanum alveg sérstakar þakkir í tilefni af hinni virðulegu heimsókn forsetahjónanna hingað til Vestmannaeyja og árnar þeim hjónum allra heilla um öll ókomin ár.





Myndin er tekin á Básaskersbryggjunni, þar sem forsetahjónin gengu á land með föruneyti sínu. Áður en hinir virðulegu gestir stigu af skipsfjöl, flutti bœjarfógetinn, Torfi Jóhannsson, ræðu og bauð þau velkomin til Vestmannaeyja. — Skátar og fylking 8—12 ára telpna með þjóðfánann í hönd stóðu heiðursvörð á bryggjunni, og lítil stúlka, einskonar persónugervingur sakleysis og fegurðar, færði forsetafrúnni fagran blómvönd, er hún steig á land í Eyjum.









Forsetinn flytur rœðu af svölum Samkomuhúss Vestmannaeyja sunnudaginn 3. júlí 1955. Mannfjöldinn hyllir forsetahjónin. Yngsta kynslóðin er þar fremst í flokki eins og myndin ber með sér.







Myndin er tekin í Samkomuhúsi Vestmannaeyja, þá setið er að veizlu, er bæjarstjórn kaupstaðarins hélt forsetahjónunum og föruneyti. Vegna seinni tíma kynslóða þykir Bliki rétt að greina hér frá, hverjir skipa sœtin við háborðið í veizlu þessari:
Forsetinn situr fyrir miðju borði og forsetafrúin honum til hœgri handar. Til hægri handar forsetafrúnni situr Ársœll Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, og kona hans, frú Laufey Sigurðardóttir, þá Jóhann Þ. Jósefsson, alþingismaður, og kona hans, frá Magnea Þórðardóttir, þá séra Halldór Kolbeins, sóknarprestur, og kona hans, frú Lára Kolbeins, þá Sigurður Stefánsson, bœjarráðsmaður. Á vinstri hönd forseta sitja bœjarfógetahjónin, frú Ólöf Jónsdóttir, og Torfi Jóhannsson, bœjarfógeti, þá bœjarstjórahjónin, frú Sigurlaug Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason, bœjarstjóri, þá Hinrik Sv. Björnsson, forsetaritari.
Lengst til hœgri við háborðið sitja hjónin Unnur Pálsdóttir og Sveinn Guðmundsson, bœjarráðsmaður.