Blik 1953/Hraunbúaþula
Fara í flakk
Fara í leit
- Hefst ég við á Heimaey.
- Hafði ég þar alið aldur
- óralöngu fyrr en Baldur,
- og allra hinna goðagaldur
- galinn var á þeirri ey.
- Átti ég þar mína mey.
- Fæddumst við á fimbulnóttu,
- feikn og skelfing dundu um óttu
- niður stríðir straumar sóttu
- storkuhraun um Helgafjall;
- eldaflóðið yfir skall.
- Óralangar liðu stundir,
- lífið gréri um jarðarundir,
- skrýddust blómum grænar grundir;
- gæðaland varð Heimaey,
- seiddi til sín mann og mey.
- Í þann tíð hin mæta meyja
- mín hlaut falla og að deyja,
- en ég varð hér að þrauka og þreyja
- og þola kynslóðanna hark,
- telja í þær kapp og kjark.
- Sagan er mér sönn í minni,
- sé ég glöggt í hugarinni
- atburði um sæld — og sinni
- sorgum vafið — líf og hel —;
- æskulýðinn föður fel.
- Arkaðu til mín, ungi maður,
- æskuteitur, vikahraður,
- hlustaðu á mig hugarglaður,
- hafðu biðlund nokkra stund.
- Reynslan gefur gull í mund,
- gullið dýra og gullið sanna,
- gullið það, sem lífið manna
- göfgar, fegrar. Brögnum banna
- boðorðin í lífsins skrá
- að girnast það, sem annar á.
- Man ég fyrsta heiðna höldinn,
- Herjólf, þegar fram leið öldin,
- fleiri tóku firðar völdin,
- fengu jörð, og réru á mið
- bændur þeir og búalið.
- Gissur, Hjalti og gumar fleiri
- gnoð þar lögðu að Hörgaeyri, —
- voru eftir menn að meiri, —
- mæringsgjafir settu á land,
- kirkjuvið og klerkastand.
- Svo óx kristin mennt hjá mönnum,
- mækjahríð að friði sönnum.
- Ef við sögu kristni könnum,
- komumst við að þeirri raun,
- að henni beri hefðarlaun.
- Bitur minnist blóðhundstyrkja,
- brennd þegar var Landakirkja
- og Eyjafólkið flutt til virkja;
- féll þá blóð um Heimaland,
- táraflóð um tún og sand.
- Man ég líka marga hali,
- mæta drengi, göfga í vali.
- er leituðu gulls í sævarsali,
- sóttu björg í þjóðarbú,
- sterk og dygg er dróttin sú.
- Vit þarf til að velja og hafna,
- vinur minn, og fróðleik safna.
- Lát þér gamlar dyggðir dafna,
- þær duga bezt í lífsins hregg,
- breyta þrjót í svásan segg.
- Elskið góða ættarlandið,
- ungu menn, og forðist grandið.
- Öll hin góðu verkin vandið.
- Veitum því þau fósturlaun
- að vinir reynumst við í raun.
- Unnum því og drýgjum dáðir,
- dugum vel og engu háðir
- fram við sækjum sóknarbráðir,
- setjum fagurt markið hátt.
- sækjum fram í sólarátt.
- Eins og líf er ljóssins iðja
- langar mig um það að biðja
- að æskulýður Íslandsniðja
- ávallt skipi varnarlið,
- skapi landi frelsi og frið.
- Hefst ég við á Heimaey.
- Frosti.