Blik 1946. Ársrit/Aðfaraorð
Fara í flakk
Fara í leit
- Aðfaraorð
Árið 1936 hófum við í Gagnfræðaskólanum hér útgáfu dálítils blaðs. Þetta blað, Blik, gáfum við út til ársins 1940. Heimsstyrjöldin olli því, að við urðum að leggja árar í bát að sinni um útgáfu blaðsins.
Nú hefjum við starfið að nýju.
Þetta litla útgáfustarf okkar átti velvild að mæta með Eyverjum, og margur lagði okkur virka hönd og styrkti okkur fjárhagslega með því að auglýsa í blaðinu. —
Enn væntir æskan velvildar og skilnings og hefur starfið ótrauð.
Von okkar er sú að geta gert blaðið að ársriti, til menningarauka, gagns og gamans öllum Eyverjum. Framtíðin sker úr því, hvort okkur tekst það.