Blik 1939, 4. tbl./Foreldrar og börn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1939


Foreldrar og börn.

Bezta eign æskumannsins
eru góðir foreldrar.

Það er mikilvægt starf og vandasamt að ala upp börn, ef það á að fara vel úr hendi. En það hugsa ekki margir ungir foreldrar um, þegar þeir ganga út í starfið.
Oft verða foreldrarnir fyrir sárum vonbrigðum með uppeldi barna sinna. Stafa þau vonbrigði ekki oft og tíðum af of lítilli þekkingu foreldranna á uppeldisstarfinu? Mig grunar það.
Flestir foreldrar munu vilja leggja líf sitt í sölurnar fyrir velferð barnsins síns. Þau leiðbeina því eftir sinni beztu þekkingu og viti og annast það.
Enginn veit hvað átt hefir, fyrr en misst hefir. Svo má segja um þau börn, sem missa foreldra sína á unga aldri, einkum móður sína. Þau fara oftast á mis við alla móðurást og móðurumhyggju. Ekki geta þau hlaupið í faðm móðurinnar með allt, sem þeim býr í brjósti og að þeim amar.
En hvernig launa svo börnin foreldrunum alla þessa ást og umhyggju? Mörg börn, sem betur fer, launa foreldrunum í ríkum mæli og virða þau og elska. Það er báðum gæfa og gleði.
Mættum við öll bera gæfu til þess að meta réttilega ást og umhyggju pabba og mömmu og launa þeim, sem vert er: vera góð börn, iðin og vinnusöm.

Gunnþóra Kristmundsdóttir, III. b.
——————————————
Ábyrg ritstjórn:
Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.
Ísafoldarprentsmiðja hf.
Reykjavík.