Blik 1937, 1. tbl./Vilji nemendanna
Nemendur Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum gerðu með sér svofellda samþykkt á fundi sínum 21. febrúar s. l.
1. Nemendur skólans allir sem
einn, vilja gera sitt fremsta til
að efla starf skólans í framtíðinni, og hvetja unglinga til þess
að sækja hann og rækja, þar
sem þeir álíta hann í alla staði
þess verðan.
2. Nemendunum er útgáfa
skólablaðsins „Bliks“ metnaðarmál, og vilja gera allt, sem í
þeirra valdi og mætti stendur
til þess að hjálpa kennurum skólans til um útgáfu þess.
3. Nemendur álíta, að þeir, sem auglýsa í blaðinu, séu velgerðarmenn nemendafélagsins og skólans, þar sem þeir með auglýsingunum veita blaðinu fjárhagslegan stuðning. Nemendur tjá þessum mönnum bestu þakkir sínar og álykta, að þeir geti ekki á annan hátt betur endurgoldið þeim stuðninginn en að minnast velvilja þeirra eftir megni, þegar nemendur í orði eða verki geta haft áhrif á viðskipti heimila sinna.
- Í stjórn M.G. í Ve.
- Baldur Þorgilsson,
- Í stjórn M.G. í Ve.
- Erla Ísleifsdóttir, Sigr. Bjarnad.