Bjarnabæli

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarnabæli, öðru nafni Stórabæli, er svartfuglabæli niður af Bergþórsofanferðinni ytri í Bjarnarey. Nafnið kennt við Bjarna Ólafsson bónda í Svaðkoti, sem fyrstur seig þar svo kunnugt sé.
Gísli Lárusson: „Stærsti bekkur, sem svartfugl hefur verpt á hér. Kringum 1860 var fyrst snarað hér svo að menn viti og höfðust þar 1800 svartfuglar“.


Heimildir