Björney Jóna Björnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björney Jóna Björnsdóttir.

Björney Jóna Björnsdóttir frá Jómsborg, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 9. ágúst 1924 á Rauðafelli og lést 3. janúar 2014 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Björn Jónsson útgerðarmaður, f. 9. júní 1886, d. 18. febrúar 1924, og kona hans Jónína Jónsdóttir frá Jómsborg, f. 11. júlí 1892, d. 21. mars 1976.

Börn Björns og Jónínu voru:
1. Kristín Ásta Björnsdóttir, f. 25. janúar 1919, d. 19. febrúar 1919.
2. Karólína Kristín Björnsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 22. nóvember 1919 á Hlíðarenda, síðast í Hafnarfirði, d. 29. mars 1999.
3. Oddur Björnsson verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 13. september 1921, d. 1. febrúar 1950.
4. Björney Jóna Björnsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. ágúst 1924 á Rauðafelli, d. 3. janúar 2014 á Ísafirði.

Björney Jóna fæddist eftir dauða föður síns 1924.
Hún ólst upp með móður sinni, var með henni í Jómsborg á heimili móðurforeldra sinna.
Hún sat í Gagnfræðaskólanum 1938-1939, en fluttist þá úr bænum með móður sinni og systkinum.
Björney sótti nám í ensku, dönsku og íslensku í Námsflokkum Reykjavíkur 1948-1950, nam norsku í Háskóla Íslands 1954-1955.
Hún lauk hjúkrunarnámi við Hjúkrunarskóla Íslands í október 1953.
Björney var hjúkrunarfræðingur við Landspítalann 1953-1954, á Sólvangi í Hafnarfirði 1954-1955, við Ríkisspítalann í Osló 1955, Landspítalann 1956. Hún vann við Sjúkrahúsið á Ísafirði 1957-1958 og frá 1965 til starfsloka.
Þau Magnús giftu sig 1956 og bjuggu á Ísafirði, eignuðust ekki börn.
Magnús lést 1991 og Björney 2014.

Maður Björneyjar Jónu, (27. október 1956), var Magnús Elíasson frá Grunnavík í N-Ís., sjómaður, verkamaður, f. 12. júní 1908, d. 26. mars 1991. Foreldrar hans voru Elías Halldórsson útvegsbóndi og sjómaður á Nesi og Naustum í Grunnavík, f. 8. ágúst 1876, d. 26. júlí 1946 og kona hans Engilráð Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1873, d. 11. júní 1950.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.