Birkir Helgason (Áshamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Birkir Helgason, vélstjóri í frystihúsi, fæddist 28. júlí 1990.
Foreldrar hans Helgi Þór Gunnarsson, sjómaður, verkamaður, f. 6. maí 1962, og kona hans Auðbjörg Svava Björgvinsdóttir, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 8. september 1959.

Börn Auðbjargar og Helga:
1. Birkir Helgason, vélstjórnandi í frystihúsi, f. 28. júlí 1990. Kona hans Margrét Steinunn Jónsdóttir.
2. Bjartey Helgadóttir, sjúkraþjálfari, f. 23. september 1994.

Þau Margrét Steinunn giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa við Hrauntún 42.

I. Kona Birkis er Margrét Steinunn Jónsdóttir, húsfreyja, leiðbeinandi í leikskóla, f. 15. ágúst 1991. Foreldrar hennar Jón Bragi Arnarsson, lögreglumaður, varðstjóri, f. 20. desember 1962, og Helena Jónsdóttir, húsfreyja, skólastjóri, f. 29. júní 1963.
Börn þeirra:
1. Hilmar Orri Birkisson, f. 9. desember 2018.
2. Jóhann Bjartur Birkisson, f. 21. maí 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.