Birgit Eysteinsdóttir
Fara í flakk
Fara í leit
Birgit Eysteinsdóttir húsfreyja á Söndum u. Eyjafjöllum, síðast í Eyjum, fæddist 1719 og lést 15. september 1803.
Hún var hjá Guðrúnu og Jóni á Hlaði í A-Landeyjum 1801, hjá þeim í Stóra-Gerði við andlát.
Maður Birgittar var Brynjólfur bóndi á Söndum u . Eyjafjöllum.
Barn þeirra hér:
Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði, f. 1760, d. 10. mars 1828, kona Jóns Magnússonar bónda.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.