Bergur Vernharðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lárus Bergur Vernharðsson.

Lárus Bergur Vernharðsson frá Kirkjulandi, sjómaður, slökkviliðsmaður fæddist þar 4. janúar 1944 og lést 31. maí 2006.
Foreldrar hans voru Vernharður Bjarnason frá Húsavík, framkvæmdastjóri, f. 16. júní 1917, d. 1. mars 2001, og kona hans Birna Guðný Björnsdóttir frá Kirkjulandi, húsfreyja, f. 9. maí 1922, d. 5. mars 2002.

Börn Birnu Guðnýjar og Vernharðs:
1. Lárus Bergur Vernharðsson starfsmaður slökkviliðsins á Keflavíkurvelli, f. 4. janúar 1944, d. 31. maí 2006. Kona hans Margrét Birna Sigurðardóttir.
2. Soffía Vernharðsdóttir skrifstofumaður, gjaldkeri í Reykjavík, f. 23. júlí 1946, d. 7. september 2016.
3. Bjarni Jóhann Vernharðsson, f. 3. maí 1949, d. 27. febrúar 2021.
4. Björn Óskar Vernharðsson sálfræðingur, f. 3. ágúst 1954. Kona hans Torfhildur Stefánsdóttir.
5. Alda Ólöf Vernharðsdóttir í Reykjavík, f. 9. júlí 1959.

Bergur var með foreldrum sínum, flutti með þeim á fyrsta ári til Húsavíkur og ólst þar upp.
Hann fór til sjós ungur, flutti til Keflavíkur 1967, byrjaði á slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli á sama ári og vann þar í 37 ár. Hann keypti bát 1980 og stundaði sjómennsku með aðalstafi sínu eftir það.
Þau Margrét Birna giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn.
Bergur lést 2006.

I. Kona Bergs, (16. júní 1963), er Margrét Birna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1942. Foreldrar hennar voru Sigurður Sumarliðason, f. 28. júlí 1913, d. 11. desember 1996, og María Magnúsdóttir, f. 20. maí 1909, d. 29. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Birnir Sigurður Bergsson, f. 18. apríl 1961. Kona hans Vigdís Vilhjálmsdóttir.
2. María Bergsdóttir, f. 15. júní 1964. Barnsfaðir hennar Gunnar Garðar Gunnarsson. Sambúðarmaður hennar Einar Árnason.
3. Vernharður Bergsson, f. 23. september 1968. Sambúðarkona hans Klara Berg Baring Albertsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.