Axel Lárusson (kaupmaður)
Óskar Axel Lárusson kaupmaður fæddist 15. júlí 1934 í Frederiksund í Danmörku og lést 24. maí 2003 í Reykjavík.
Móðir hans var Sigrún Sesselja Óskarsdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 28. desember 1910, d. 20. janúar 1989.
Kjörforeldrar Axels voru Óskar Láusson kaupmaður, f. 15. janúar 1889, og kona hans Anna Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1892.
Axel var með móður sinni og síðan kjörforeldrum sínum í æsku. Hann gekk í Verslunarskóla Íslands. Óskar kjörfaðir hans rak stærstu skóverslun landsins Lárus G. Lúðvíksson ásamt bræðrum sínum og Axel byrjaði þar sem sendill og varð síðar afgreiðslumaður.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn.
Þau fluttust til Eyja 1959, ráku skóverslun Axels Ó. í Eyjum og um skeið líka í Reykjavík, fluttu til Reykjavíkur 2000.
Þau bjuggu við Austurveg 6 og Hátún 6.
Axel átti gildan þátt í félagsstörfum í Eyjum, m.a. var hann formaður í Íþróttaféginu Þór og formaður Félags kaupsýslumanna í Eyjum.
Axel lést 2003 og Sigurbjörg 2015.
I. Kona Axels, (4. desember 1954), var Sigurbjörg Axelsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi, kaupmaður, f. 23. apríl 1935 í Reykjavík, d. 12. júlí 2015.
Börn þeirra:
1. Sigrún Óskarsdóttir húsfreyja, tækniteiknari í Eyjum, f. 16. mars 1955. Maður hennar er Ársæll Sveinsson.
2. Óskar Axel Óskarsson skókaupmaður í Reykjavík, f. 8. nóvember 1960. Kona hans er Sigríður Sigurðardóttir.
3. Adólf Óskarsson í Reykjavík, f. 5. febrúar 1968. Barnsmóðir hans er Heiða Guðrún Ragnarsdóttir.
4. Guðrún Ó. Axelsdóttir bókari, þjálfari í Reykjavík, f. 5. febrúar 1968. Kona hennar var Guðlaug Jónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 3. júní 2003 og 22. júlí 2015. Minningargreinar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.