Aurora Engeline Thomsen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Aurora Engeline Thomsen fæddist 7. mars 1833 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Hans Edvard Thomsen verslunarstjóri og síðar kaupmaður í Godthaab, f. 1807, d. 27. apríl 1881, og kona hans Christiane Dorothea Thomsen húsfreyja, f. 4. janúar 1781, d. 3. maí 1849.

Bróðir Auroru í Eyjum var Nicolaj Heinrich Thomsen verslunarstjóri, síðan kaupmaður í Godthaabverzlun, f. 9. desember 1844 í Kaupmannahöfn, d. 23. apríl 1923 þar.

Aurora Engeline fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1833.
Fjölskyldan bjó í Brekkmannshúsi í Reykjavík 1833-1834, í Knudtzonshúsi í Reykjavík 1835.
Þau fluttust til Þingeyrar þar sem Hans Edvard var verslunarstjóri hjá P.C. Knudtzon 1836-1840.
Aurora var með móður sinni og tveim systrum hjá Ane móðursystur sinni á Vatneyri í Patreksfirði 1840.
Þau fluttust til Kaupmannahafnar 1840.

Maður Aurora Engeline Thomsen var Carl Möller.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.