Ari Hálfdanarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ari Hálfdanarson.

Ari Háldanarson frá Bakka á Mýrum í A.-Skaft., vélvirki, vélstjóri fæddist þar 30. maí 1922 og lést 14. desember 2003 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Hálfdan Arason frá Fagurhólsmýri, bóndi, hreppstjóri, f. 16. mars 1893, d. 30. ágúst 1981, og kona hans Guðný Einarsdóttir frá Brunnhóli á Mýrum í A.-Skaft., húsfreyja, f. 21. ágúst 1892, d. 24. mars 1990.

Ari var með foreldrum sínum til 16 ára aldurs, en fór þá til Hafnarfjarðar.
Hann lærði vélvirkjun hjá Þorsteini Steinssyni í Steinasmiðju við Urðaveg 6, lærði vélstjórn á námskeiði í Eyjum, síðar í Vélstjóraskólanum í Reykjavík og lauk prófi í rafmagnsdeild hans 1950.
Ari vann eitt ár á unglingsárum hjá Jóhannesi Reykdal í Hafnarfirði, vann í Steinasmiðju í Eyjum í nokkur ár, bjó í Görðum við Vestmannabraut 32 og var í fæði hjá Kristbjörgu Stefánsdóttur í Skálanesi. Hann var vélstjóri á togaranum Kaldbak frá Akureyri, síðan í vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík, vann m.a. við rennismíði, og eitt sumar var hann verksmiðjustjóri í síldarverksmiðjunni á Ingólfsfirði, Strand.
Hann stofnaði vélsmiðju á Höfn í Hornafirði ásamt föður sínum og bræðrum og rak hana.
Þau Anna bjuggu saman, síðast á Garðsbrún 4 í Hornafirði.
Ari lést 2003.

I. Sambúðarkona Ara er Anna Jóhannsdóttir frá Vopnafirði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.