Anna Rósa Njálsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Rósa Njálsdóttir sjúkraliði fæddist 22. júlí 1958.
Foreldrar hennar voru Njáll Hermannsson, f. 30. september 1927, d. 18. júní 1975, og Kolbrún Matthíasdóttir sjúkraliði, f. 1. júlí 1935 á Akureyri.

Anna Rósa lauk sjúkraliðaprófi í Sjúkraliðaskóla Íslands 1979.
Hún var sjúkraliði við Sjúkrahúsið í Eyjum 1979-1980, vann á Droplaugarstöðum 1982 og 1991-1993, í Danmörku 1983-1988, á Borgarspítalanum 1988-1991 og á hjúkrunarheimilinu Eir frá 1995. (1997).
Þau Hjálmar voru í sambúð, eignuðust þrjú börn, en slitu.
Þau Baldur hófu sambúð, eignuðust tvö börn, en slitu.

I. Sambúðarmaður hennar var Hjálmar Sverrisson, f. 29. desember 1950, d. 24. júlí 2023. Foreldrar hans Sverrir Guðvarðsson, f. 30. september 1930 í Rvk, d. 22. október 2019, og kona hans Sigríður Hjálmarsdóttir Bjarnason, f. 5. ágúst 1926 í Rvk.
Börn þeirra:
1. Sverrir Hjálmarsson, f. 24. desember 1980 í Rvk.
2. Kolbrún Hjálmarsdóttir, f. 17. janúar 1982 í Rvk.
3. Vaka Hjálmarsdóttir, f.21. september 1985 í Danmörku.

II. Sambúðarmaður Önnu Rósu, (slitu), er Baldur Johnsen tölvunarfræðingur, f. 25. nóvember 1963 í Rvk. Foreldrar hans Skúli Guðmundur Johnsen læknir, f. 30. september 1941, d. 8. september 2001, og kona hans Stefanía Valdís Stefánsdóttir lektor, f. 25. maí 1942, d. 9. ágúst 2023.
Börn þeirra:
4. Tryggvi Johnsen, f. 29. júní 1993 í Rvk.
5. Stefanía Snædís Johnsen, f. 1. maí 1995 í Rvk.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.