Anna Jónasdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Jónasdóttir húsfreyja í Eyjum, Rvk, en lengst í Finnlandi, fæddist 24. apríl 1893 og lést 5. maí 1971.
Foreldrar hennar Jónas Jónsson, f. 7. október 1838, d. 14. ágúst 1931, og Vilborg Magnúsdóttir, f. 1. nóvember 1859, d. 12. febrúar 1939.

Anna eignaðist tvö börn með Alfreð.
Hún eignaðist barn með V. A. Christiansen 1918.
Þau Franz giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Eyjum, Rvk og Finnlandi.

I. Barnsfaðir hennar var Alfreð Bernhardsson lausamaður á Bifröst, f. 1886, d. 6. desmeber 1918 á Bifröst.
Börn þeirra:
1. Áslaug Ágústa Alfreðsdóttir, f. 15. maí 1915, d. 3. apríl 1916.
2. Áslaug Alda Alfreðsdóttir Omnes, f. 25. september 1916 á Eiðinu, d. 31. október 1986.

II. Barnsfaðir Önnu var V.A. Christiansen sjómaður í Reykjavík.
Barn þeirra:
3. Jóhannes Hagbert Christiansen, f. 11. júní 1918, búsettur í Finnlandi.

III. Maður Önnu var Franz William Tuomikoski háseti á gufuskipi, bjó með Önnu í Götu 1920 og 1921, f. 23. september 1898 í Finnlandi.
Börn þeirra:
4. Karl Jóhann Tuomikoski, f. 5. apríl 1921.
5. Unnur Karólína Tuomikoski, f. 5. apríl 1921.
6. Ísold Hulda Jóhanson, f. 11. desember 1923.
7. Óskar Emanúel Hegfors, f. 5. apríl 1925.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.