Anna Cathinca Jürgensen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Anna Cathinca Jürgensen (Ane Cathrine Jörgensen), síðar Ziemsen fæddist 2. maí 1845 og lést 31. janúar 1921.
Foreldrar hennar voru Christian Andreas Jürgensen skógarfógeti í Karhuset á Jótlandi og kona hans Jesmine Jürgensen húsfreyja, fædd Christensen.
Fósturforeldrar hennar voru Jess Thomsen Christensen verslunarstjóri í Godthaab, síðar eigandi verslunarinnar, f. 1816, og kona hans Jensine Marie Andrea Abel, f. um 1821.

Ane Cathrine kom með fósturforeldrum sínum frá Danmörku 1849 og var með þeim í Nöjsomhed 1851 og 1852.
Þau fóru alfarin til Kaupmannahafnar 1853 með Cathrine Jörgensen 8 ára.
Ane Cathrine (Anna Cathinka) giftist síðar Christian Ziemsen kaupmanni í Reykjavík. Þau voru foreldrar Jes Ziemsens kaupmanns, Knud Ziemsens borgarstjóra í Reykjavík, Christens afgreiðslumanns og konsúls og Cathinku konu Jóhannesar Sigfússonar yfirkennara.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hver er maðurinn — Íslendingaævir. Brynleifur Tobíasson. Fagurskinna 1944.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.