Alma Birgisdóttir (hjúkrunarforstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Alma Birgisdóttir.

Alma Birgisdóttir úr Reykjavík, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, forstöðumaður fæddist 2. mars 1951.
Foreldrar hennar voru Birgir Guðmundsson frá Siglufirði, skrifstofumaður, birgðastjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 22. janúar 1929, d. 1. september 2010, og kona hans Marý Aníta Eden Marinósdóttir frá Borgarnesi, húsfreyja, f. 4. september 1931, d. 25. janúar 2017.

Alma lauk námi í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi (Garðabæ) 1968, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands 1972, lauk námi í öldrunarhjúkrun við N.H.S. vorið 1983.
Hún hefur unnið á Sjúkrahúsi Akraness, bæklunardeild Landspítalans, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. september 1975 til 31. mars 1976 og frá 1. júní 1977 til maí 1978, á Sólvangi í Hafnarfirði 1979-1982, Hrafnistu í Hafnarfirði frá 1983, deildarstjóri þar frá 1986, fræðslustjóri, framkvæmdastjóri hjúkrunar, aðstoðarhjúkrunarforstjóri og að síðustu hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna í 10 ár til 2015 og þar með líka forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík í 8 ár.
Þau Steingrímur giftu sig 1973, eignuðust tvö börn.

I. Maður Ölmu, (6. október 1973), er Steingrímur Haraldsson frá Eyjum, vélstjóri, verkstjóri, f. þar 5. ágúst 1950.
Börn þeirra:
1. Marý Björk Steingrímnsdóttir kerfisfræðingur, f. 25. janúar 1974, ógift og barnlaus.
2. Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögfræðingur, f. 24. apríl 1976. Fyrrum maður hennar Einar Mar Þórðarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Das - Hrafnista. Föstudagsmolar 17. apríl 2015.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.