Alma Birgisdóttir (hjúkrunarforstjóri)
Alma Birgisdóttir úr Reykjavík, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, forstöðumaður fæddist 2. mars 1951.
Foreldrar hennar voru Birgir Guðmundsson frá Siglufirði, skrifstofumaður, birgðastjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 22. janúar 1929, d. 1. september 2010, og kona hans Marý Aníta Eden Marinósdóttir frá Borgarnesi, húsfreyja, f. 4. september 1931, d. 25. janúar 2017.
Alma lauk námi í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi (Garðabæ) 1968, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands 1972, lauk námi í öldrunarhjúkrun við N.H.S. vorið 1983.
Hún hefur unnið á Sjúkrahúsi Akraness, bæklunardeild Landspítalans, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. september 1975 til 31. mars 1976 og frá 1. júní 1977 til maí 1978, á Sólvangi í Hafnarfirði 1979-1982, Hrafnistu í Hafnarfirði frá 1983, deildarstjóri þar frá 1986, fræðslustjóri, framkvæmdastjóri hjúkrunar, aðstoðarhjúkrunarforstjóri og að síðustu hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna í 10 ár til 2015 og þar með líka forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík í 8 ár.
Þau Steingrímur giftu sig 1973, eignuðust tvö börn.
I. Maður Ölmu, (6. október 1973), er Steingrímur Haraldsson frá Eyjum, vélstjóri, verkstjóri, f. þar 5. ágúst 1950.
Börn þeirra:
1. Marý Björk Steingrímnsdóttir kerfisfræðingur, f. 25. janúar 1974, ógift og barnlaus.
2. Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögfræðingur, f. 24. apríl 1976. Fyrrum maður hennar Einar Mar Þórðarson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Das - Hrafnista. Föstudagsmolar 17. apríl 2015.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.