Alfons Halldór Björgvinsson
Alfons Halldór Björgvinsson vélvirki, járnsmiður fæddist 7. febrúar 1928 í Klöpp og lést 15. ágúst 1979.
Foreldrar hans voru Helgi Björgvin Magnússon sjómaður á Heiði, f. 26. janúar 1900, d. 25. október 1995, og barnsmóðir hans Sigríður Jónína Sigurðardóttir vinnukona, f. 23. september 1898 í Stekkjarnesi í Norðfirði, d. 30. desember 1977.
Alfons Halldór var með móður sinni í Klöpp 1928 og enn 1949.
Þau Svava bjuggu á Boðaslóð 25, á Stóru-Heiði (Sólhlíð 19), er þau eignuðust Ágúst 1954, á Sólheimum við fæðingu Sigurbjargar 1961.
Þau giftu sig við skírn Sigurbjargar um sumarið, fluttust á Hellu á Rangárvöllum 1965 þar sem Alfons vann á bílaverkstæði kaupfélagsins.
Þaðan fluttust þau að Hrafntóftum í Holtum og bjuggu þar 1967-1969, en á því skeiði fæddist Unnsteinn á Selfossi. Þaðan lá leiðin á Ásmundarstaði í Holtum, þar sem þau bjuggu eitt sumar. Þá lá leiðin að Brekkum II þar, þar sem þau bjuggu 1969-1971, en fluttust þá til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan, síðast í Unufelli 25.
Kona Alfons, (17. júní 1961), var Svava Hjálmarsdóttir frá Dölum Jónssonar; hún f. 16. ágúst 1929, d. 16. janúar 1988.
Börn þeirra:
1. Ágúst Alfonsson rafeindavirki, f. 1. ágúst 1954.
2. Sigurbjörg Alfonsdóttir kennari, f. 30. apríl 1961.
3. Unnsteinn Alfonsson hjúkrunarfræðingur, f. 8. janúar 1969.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ágúst Alfonsson.
- Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.