Þóra Hjördís Gissurardóttir
Þóra Hjördís Gissurardóttir frá Selkoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 19. desember 1944.
Foreldrar hennar voru Gissur Gissurarson bóndi, sýslunefndarmaður, f. 5. júní 1899, d. 30. desember 1984 og Gróa Sveinsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1905, d. 17. desember 1994.
Þau Aðalsteinn giftu sig 1964, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu við Austurveg 20, síðan við Höfðaveg 15.
Aðalsteinn lést 2013.
I. Maður Þóru Hjördísar, (15. júlí 1964)l var Aðalsteinn Sigurjónsson útibússtjóri, f. 27. mars 1942, d. 8. mars 2013.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Aðalsteinsson iðnrekstrarfræðingur, f. 21. maí 1964. Barnsmóðir hans Erla María Markúsdóttir.
2. Elliði Aðalsteinsson vélstjóri, f. 24. maí 1966. Sambúðarkona hans Guðrún S. Ólafsdóttir.
Barn Aðalsteins:
3. Óskar Eyberg Aðalsteinsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 13. desember 1961. Kona hans er Margrét Árdís Sigvaldadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 16. mars 2013. Minning Aðalsteins.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.